Suspiria (Dario Argento, 1977)
Myndin byrjar sem ítalskur giallo (pulp-þriller) með röð morða sviðsettum í barokk umhverfi söngleiks. En Argento minnir á að kvikmyndin er ekki einvörðungu sagan sem hún segir, heldur upplifun. Það sem hann afhjúpar er ekki grímuklæddur morðingi heldur heimur yfirnáttúrulegra afla og illra norna. Myndin er ítölsk, gerist í Þýskalandi og er sjálf á ensku, að vísu er myndin endurtalsett í anda ítalskrar kvikmyndagerðar og kemur það spánskt fyrir sjónir þar sem hljóð og mynd fara oft ekki saman. Hún fjallar um unga bandaríska konu sem kemst inn í balletskóla í Þýskalandi, þar er ekki allt með felldu og lík taka að hrannast upp.
Litanotkun og tónlist myndarinnar skapa yfirbugandi umhverfi sem maður verður ósjálfrátt hluti af. Balletskólinn sem myndin gerist í er óraunverlegur í sjálfu sér en skapar andrúmsloft sem fangar og er gríðarlega fallegt og ógnvekjandi í senn. Tónlist myndarinnar er samin af hljómsveit Argentos sjálfs, Goblin, hún er afar óvenjuleg og gefur myndinni viðeigandi hljómheim. Tónlistin er fyrir löngu komin með “költ” status meðal aðdáenda myndarinnar sem og annarra.
Myndin er ekki aðeins síðbúið innlegg í undirgrein Evrópskra hryllingsmynda. Hún er einnig afar vel stílfærð, undir áhrifum frá lærimeistara Argentos, kvikmyndatökumanninum og leikstjóranum Mario Bava. Það má helst sjá á afar vel útfærðri myndatöku sem er bein vísun í stílbrögð Bava og Argento gerir að sínum.
Myndin er í raun ævintýri í anda Grimms bræðra, stílfærð vitfirring frá upphafi til enda, sem dregur áhorfandann með sér.
þriðjudagur, október 31, 2006
Nosferatu (F. W. Murnau, 1922)
Fasteignasalinn Hutter er sendur í til kastala Orloc greifa (Schreck), hátt í fjöllum Karpaþíu, til að veita honum lögfræðiaðstoð. Orlock er dularfullur maður sem ferðast um á undarlegum tímum og heldur Hutter læstum í einum turni kastalans. Orloc finnur mynd af konu Hutters, Ellen, og stuttu síðar yfirgefur hann kastalann. Hutter sem hræðist um líf konu sinnar tekst að flýja prísund Orloc og snúa aftur til Bremen, Þýskalandi. Þar kemst hann að því að Orloc er þegar kominn til Bremen og segir Ellen frá skrímslinu sem hélt honum föngum. Ellen kemst að því að hún ein getur útrýmt Orloc og þeirri plágu sem honum fylgir. Hún tælir Orloc til sín þar hún heldur honum til sólarupprásar og sólargeislarnir tortíma vættinum.
Myndin er fyrsta þekkta kvikmyndaútfærsla á bók Bram Stoker, Dracula, þó að persónum og staðsetningum hafi verið breytt vegna höfundarréttar. Hún er lykilverk í þýskum expressíonisma þar sem Murnau leggur vinnu í hvert skot og dvelur við svo áhorfandinn fái að njóta uppsetningu skotanna. Truflandi kraftur kvikmyndatökunnar á þó mörgu að þakka leiklistarhæfileikum Max Schreck sem er við það andsetinn í leik sínum. Schreck var svo sannfærandi í leik sínum að mótleikarar hans margir lögðu lítið í samskipti við hann. Og hafa komið upp margar sögur um að Schreck hafi í raun verið vampíra og leikið sem minnst, eins og kvikmyndin Shadow of a Vampire segir frá.
Margar kenningar um myndina eru einnig af pólitískum toga, þar sem litið er á Orloc greifa sem tákn fyrir Lenín og myndin sé þýsk varnaráróðursmynd gegn kommúnistahættunni frá Rússlandi. Sem dæmi er koma Orloc til Bremen, þar sem með honum koma þúsundir plágusmitaðra rotta.
Fasteignasalinn Hutter er sendur í til kastala Orloc greifa (Schreck), hátt í fjöllum Karpaþíu, til að veita honum lögfræðiaðstoð. Orlock er dularfullur maður sem ferðast um á undarlegum tímum og heldur Hutter læstum í einum turni kastalans. Orloc finnur mynd af konu Hutters, Ellen, og stuttu síðar yfirgefur hann kastalann. Hutter sem hræðist um líf konu sinnar tekst að flýja prísund Orloc og snúa aftur til Bremen, Þýskalandi. Þar kemst hann að því að Orloc er þegar kominn til Bremen og segir Ellen frá skrímslinu sem hélt honum föngum. Ellen kemst að því að hún ein getur útrýmt Orloc og þeirri plágu sem honum fylgir. Hún tælir Orloc til sín þar hún heldur honum til sólarupprásar og sólargeislarnir tortíma vættinum.
Myndin er fyrsta þekkta kvikmyndaútfærsla á bók Bram Stoker, Dracula, þó að persónum og staðsetningum hafi verið breytt vegna höfundarréttar. Hún er lykilverk í þýskum expressíonisma þar sem Murnau leggur vinnu í hvert skot og dvelur við svo áhorfandinn fái að njóta uppsetningu skotanna. Truflandi kraftur kvikmyndatökunnar á þó mörgu að þakka leiklistarhæfileikum Max Schreck sem er við það andsetinn í leik sínum. Schreck var svo sannfærandi í leik sínum að mótleikarar hans margir lögðu lítið í samskipti við hann. Og hafa komið upp margar sögur um að Schreck hafi í raun verið vampíra og leikið sem minnst, eins og kvikmyndin Shadow of a Vampire segir frá.
Margar kenningar um myndina eru einnig af pólitískum toga, þar sem litið er á Orloc greifa sem tákn fyrir Lenín og myndin sé þýsk varnaráróðursmynd gegn kommúnistahættunni frá Rússlandi. Sem dæmi er koma Orloc til Bremen, þar sem með honum koma þúsundir plágusmitaðra rotta.
fimmtudagur, október 19, 2006
Come and See (Idi i Smotri, Elem Klimov, 1985)
Ungur strákur í Hvíta-Rússlandi ákveður að berjast gegn nasistunum með rifli sem hann finnur á víðavangi. Eftir viðskilnað við herdeild sína ákveður hann að koma sér heim og við tekur martraðarkennd ferð.
Engin stríðsmynd og fáar myndir yfirleitt eru jafn kraftmiklar, truflandi og áhrifaríkar. Myndin sýnir á virkilega óþægilegan hátt hvernig það er að vera fastur í stríði...Ekki í orrsustu eða bardaga, heldur í miðju stríði. Hún virðir að vettugi klassíska hluti úr stríðsmyndum eins hetjuskap eða hetjulegar fórnir eða þjóðernisþætti og ræðuhöld til að rífa upp fólkið gegn óvininum. Við fáum upp í hendurnar dauða, grimmd og fórnarlömb. Það er engin leið að spá hverjum er hlýft og hverjum ekki.
Það verður að hrósa Elem Klimov fyrir hugrekki sitt og sannfæringu, það þarf mikið þor til að gera svona dimma mynd. Einnig þarf að hrósa aðalleikaranum Aleksei Kravchencko sem var aðeins þrettán ára þegar hann lék í myndinni. Þessi mynd er ógleymanleg og hefur meiri áhrif á áhorfandann en langflestar aðrar myndir. Hún öskrar upp spurninguna um hvernig nokkuð svona skelfilegt og rangt gat nokkurn tímann gerst.
Það eru til margar, margar myndir (ekki bara frá Hollywood) sem eru gegn stríði. En þær falla yfirleitt í þá gryfju að gera stríðið æsandi og jafnvel fallegan hlut að horfa á, og má þar nefna Apocalypse Now, sem Come and See er oft borin saman við. En Come and See sýnir stríð sem Helvíti á Jörðu.
miðvikudagur, október 18, 2006
The Battle of San Pietro (John Huston, 1945)
John Huston er einn þekktasti og hæst metni leikstjóri fyrr og síðar (The Maltese Falcon, The Treasure of the Sierra Madre, The Asphalt Jungle, The African Queen, The Man Who Would Be King, Prizzi's Honor og fjöldi annara) en þessi heimildarmynd hans er lítt þekkt, enda var gerð heilraun til að jarða hana. Eins og margir aðrir Hollywood leikstjórar var hann kvaddur til að gera myndir fyrir OWI (Office of War Information) í stríðinu. Tilgangur þessarar myndar átti að vera áróður en Huston gerði þetta að tileinkun til hermannana sem hann fylgdi og hún er árás á þá sem stýra stríðum en taka ekki þátt í þeim en eigna sér sigra og sjá ekki fórnirnar.
Það er barist um örlítinn landskika með miklum kostnaði og við sjáum hvað gerist í stríði, sárin, leiðindin, heimþrána, fórnarkostnaðinn og hörmungar og missi saklaussa borgara. Þegar Huston skilaði af sér myndinni var hún "snyrt" og settur á hana formáli til að réttlæta orrustuna. Huston sjálfur les yfir en er afar hæðinn, þrátt fyrir að hann veifi flagginu hátt. hún fékk síðan afar takmarkaða sýningu en var síðan falin í þrjátíu ár, þegar Víetnam stríðinu var lokið og tími til kominn að endurskoða síðari heimsstyrjöldina.
Commando Duck (Jack King, 1944)
Andrés er hermaður sem fær það verkefni að eyðileggja flugvöll sem japönsku andstæðingarnir eru að byggja. Japönsku hermennirnir sjá hann að sjálfsögðu strax og alls konar vesen skapast...
Myndin er klassískt dæmi um þann fjölda af áróðursteiknimyndum sem gerðar voru í stríðinu og inniheldur margt sem var algengt þá en myndi aldrei sjást í dag. Má þar nefna gríðarlegan rasisma sem sýnir Japönsku hermennina sem algjöra trúða og þeir eru teiknaðir sem skrípafígúrur.
Der Fuehrer's Face (Jack Kinney, 1942)
Þessi er hins vegar ekki dæmigerð fyrir sinn tíma eða yfirleitt nokkurn. Hún hét upphaflega Donald in Nutziland en vegna gríðarlegra vinsælda lagsins í henni var titlinum breytt í nafn lagsins.
Þessi stutta mynd kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti, Andrés Önd er nasisti í henni! Hitler, Mussolini og Hirohito eru allir persónur í henni og Andrés vinnur við að setja saman sprengikúlur. Það er ekki hægt að ímynda sér að þessi mynd yrði gerð í dag og það er ekki út af engu að hún hefur ekki sést í almennum sýningum áratugum eftir að hún var gerð.
mánudagur, október 16, 2006
By the way all you non-Icelandic readers... We may have forgotten to tell you about it, but we have information for you here. Also, we do our film notes in Icelandic but if you want to we'll happily translate them and either have copies of them at the screenings or on the page.
Just let us know.
Just let us know.
Branded to Kill (Seijun Suzuki, 1967)
Vesturlandabúar þekkja í raun lítið til japanskra mynda, sérstaklega eldri. Það er algeng trú að Japanir hafi aðeins gert hádramatískar og "virðulegar" myndir eins og meistaraverk Kurosawa, Mizoguchi og Ozu. En þetta er alrangt. Það sem Japanir sjálfir sóttu í voru ódýrar B-myndir og sérstaklega Yakuza myndir sem stúdíóin dældu út og voru gerðar af samningsbundnum leikstjórum sem var bara rétt handrit til að vinna úr.
Seijun Suzuki var ekki hrifinn af þessu en ákvað þó að nýta sér það takmarkaða frelsi sem hann hafði. Myndir hans eru stýlísk meistaraverk full af týpum, frábærri tónlist, ótrúlegum samsetningum í myndatökunni og svakalegu andrúmslofti. Ef maður gæti blandað saman kynlífshúmor Russ Meyer, hörku og ofbeldi Don Siegel og erótisma Nagisa Oshima þá fengi maður Seijun Suzuki.
Fáar myndir eru jafn frumlegar, truflandi og beinlínis pervertískar. Fyrir einhverja gæti þessi mynd verið of furðuleg en aðrir munu uppgötva eitthvað alveg nýtt. Suzuki var á síðasta séns þegar hann gerði þessa mynd og Nikkatsu stúdíóið rak hann eftir hana fyrir óhlýðni. Hann gerði enga í tíu ár, en síðan þá hefur hann verið virkur og er m.a. nýbúinn að gera mynd.
Vesturlandabúar þekkja í raun lítið til japanskra mynda, sérstaklega eldri. Það er algeng trú að Japanir hafi aðeins gert hádramatískar og "virðulegar" myndir eins og meistaraverk Kurosawa, Mizoguchi og Ozu. En þetta er alrangt. Það sem Japanir sjálfir sóttu í voru ódýrar B-myndir og sérstaklega Yakuza myndir sem stúdíóin dældu út og voru gerðar af samningsbundnum leikstjórum sem var bara rétt handrit til að vinna úr.
Seijun Suzuki var ekki hrifinn af þessu en ákvað þó að nýta sér það takmarkaða frelsi sem hann hafði. Myndir hans eru stýlísk meistaraverk full af týpum, frábærri tónlist, ótrúlegum samsetningum í myndatökunni og svakalegu andrúmslofti. Ef maður gæti blandað saman kynlífshúmor Russ Meyer, hörku og ofbeldi Don Siegel og erótisma Nagisa Oshima þá fengi maður Seijun Suzuki.
Fáar myndir eru jafn frumlegar, truflandi og beinlínis pervertískar. Fyrir einhverja gæti þessi mynd verið of furðuleg en aðrir munu uppgötva eitthvað alveg nýtt. Suzuki var á síðasta séns þegar hann gerði þessa mynd og Nikkatsu stúdíóið rak hann eftir hana fyrir óhlýðni. Hann gerði enga í tíu ár, en síðan þá hefur hann verið virkur og er m.a. nýbúinn að gera mynd.
Rififi (Jules Dassin, 1955)
Myndir sem fjalla um rán eru orðnar algengar og formúlan er orðin velþekkt. En fyrir 50 árum var aðeins til ein virkilega góð slík mynd, The Asphalt Jungle eftir John Huston sem vissulega hefur einkenni formúlunnar. En Jules Dassin setti fram það sem í framtíðinni urðu órjúfanlegar reglur formsins í Rififi.
Sagan kann að vera kunnugleg, en þessi mynd hefur lítið að gera við djúpan söguþráð eða persónubyggingar. Hér er það stíllinn og tæknin sem ráða. Myndin fjallar um hóp þaulvanra þjófa sem eru algjörir meistarar hver á sínu sviði. Að sjálfsögðu kemur inn flækja þegar aðrir gangsterar og konur koma inn í spilið.
Myndin er sérstaklega fræg fyrir sjálfa ránssenuna, sem fyllir fjórðung tímans og er svo raunsæ að maður getur ekki annað en ímyndað sér að þaulvanir þjófar hafi verið ráðgjafar. Dassin hafði mikinn metnað fyrir því að gera senuna eins spennandi og mögulegt. Síðar gerði hann ránsmyndina Topkapi sem innihélt mun tæknivæddara rán sem var síðar rænt í heilu lagi fyrir fyrstu Mission: Impossible myndina.
Nú er verið að endurgera myndina með Al Pacino í aðalhlutverkinu.
Myndir sem fjalla um rán eru orðnar algengar og formúlan er orðin velþekkt. En fyrir 50 árum var aðeins til ein virkilega góð slík mynd, The Asphalt Jungle eftir John Huston sem vissulega hefur einkenni formúlunnar. En Jules Dassin setti fram það sem í framtíðinni urðu órjúfanlegar reglur formsins í Rififi.
Sagan kann að vera kunnugleg, en þessi mynd hefur lítið að gera við djúpan söguþráð eða persónubyggingar. Hér er það stíllinn og tæknin sem ráða. Myndin fjallar um hóp þaulvanra þjófa sem eru algjörir meistarar hver á sínu sviði. Að sjálfsögðu kemur inn flækja þegar aðrir gangsterar og konur koma inn í spilið.
Myndin er sérstaklega fræg fyrir sjálfa ránssenuna, sem fyllir fjórðung tímans og er svo raunsæ að maður getur ekki annað en ímyndað sér að þaulvanir þjófar hafi verið ráðgjafar. Dassin hafði mikinn metnað fyrir því að gera senuna eins spennandi og mögulegt. Síðar gerði hann ránsmyndina Topkapi sem innihélt mun tæknivæddara rán sem var síðar rænt í heilu lagi fyrir fyrstu Mission: Impossible myndina.
Nú er verið að endurgera myndina með Al Pacino í aðalhlutverkinu.
mánudagur, október 09, 2006
Gimme Shelter (Albert Maysles, David Maysles, Charlotte Zwerin; 1970)
Heimildarmyndir um rokkara hafa í gegnum árin verið lítið annað en auglýsingar eða allt of löng tónlistarmyndbönd...og oft með hreinlega bjánalegum viðtölum. Það eru til undantekningar og má þar nefna Don't Look Back, Woodstock og Monterey Pop. En að mati Kinofíls er óumdeilanlegur konungur þeirra Gimme Shelter.
Í upphafi átti þetta að vera mynd um tónleikatúr Rolling Stones gegnum Bandaríkin 1969. En vegna atburða sem áttu sér stað á lokatónleikum þeirra á Altamont hraðbrautinni tók myndin allt aðra stefnu. Þar voru samankomnir 300.000 manns á ókeypis hátíð þar sem öryggisgæslan var í höndum Hell's Angels. Það þarf vart að fjölyrða um hvernig það fór.
Ef Woodstock sýndi alla helstu styrki og kosti hippahreyfingarinnar þá er hér hægt að sjá gallana við heimssýn þeirra. Það er erfitt annað en að dást að því hvernig Maysles bræður og Charlotte Zwerin byggja upp aðdragandann að voðaatburðum.
Ef þið viljið sjá og heyra frábæra tónlist, hippa, vítisengla og morð í mynd, þá ráðleggjum við að þið komið og sjáið Gimme Shelter.
Heimildarmyndir um rokkara hafa í gegnum árin verið lítið annað en auglýsingar eða allt of löng tónlistarmyndbönd...og oft með hreinlega bjánalegum viðtölum. Það eru til undantekningar og má þar nefna Don't Look Back, Woodstock og Monterey Pop. En að mati Kinofíls er óumdeilanlegur konungur þeirra Gimme Shelter.
Í upphafi átti þetta að vera mynd um tónleikatúr Rolling Stones gegnum Bandaríkin 1969. En vegna atburða sem áttu sér stað á lokatónleikum þeirra á Altamont hraðbrautinni tók myndin allt aðra stefnu. Þar voru samankomnir 300.000 manns á ókeypis hátíð þar sem öryggisgæslan var í höndum Hell's Angels. Það þarf vart að fjölyrða um hvernig það fór.
Ef Woodstock sýndi alla helstu styrki og kosti hippahreyfingarinnar þá er hér hægt að sjá gallana við heimssýn þeirra. Það er erfitt annað en að dást að því hvernig Maysles bræður og Charlotte Zwerin byggja upp aðdragandann að voðaatburðum.
Ef þið viljið sjá og heyra frábæra tónlist, hippa, vítisengla og morð í mynd, þá ráðleggjum við að þið komið og sjáið Gimme Shelter.
The Umbrellas of Cherbourg (Jaques Demy, 1964)
Kvikmyndaáhorfendur hafa löngum leitað til söngleiksins sem helsta flóttans frá raunveruleikanum og nægir þar að hugsa til hversu vinsælir þeir voru á tímum kreppunnar og seinni heimsstyrjaldarinnar.
En hér höfum við annan hlut. Þessi mynd er raunsæis melodrama dulbúið sem klassískur Hollywood söngleikur með öllum einkennum hans... sterkum litum, glæsilegum sviðsmyndum og að sjálfsögðu söng-og dans. En sagan gengur þvert á það sem Hollywood hefur nokkurn tímann sýnt í sínum söngleikjum. Hún er hrein tragedía þar sem ung kona (Catherine Deneuve) þarf að velja milli tveggja manna, annar vélvirki sem hún er ástfangin af og hinn gimsteinasali sem býður upp á fjárhagslegt öryggi. Auk þess brýtur hún upp klassíska formið með því að hvert einasta orð er sungið, það er ekkert tal.
Myndin gekk gríðarlega vel þegar hún kom út, langt fram yfir allar vonir sem við hana voru bundnar. Kannski er það vegna þess að hún brýtur svo gjörsamlega upp vel þekkt og vinsælt form sem þá var komin mikil þreyta í. Hún hlaut gríðarmörg verðlaun og tilnefningar, m.a. fimm óskarstilnefningar og Gullpálmann í Cannes.
Kvikmyndaáhorfendur hafa löngum leitað til söngleiksins sem helsta flóttans frá raunveruleikanum og nægir þar að hugsa til hversu vinsælir þeir voru á tímum kreppunnar og seinni heimsstyrjaldarinnar.
En hér höfum við annan hlut. Þessi mynd er raunsæis melodrama dulbúið sem klassískur Hollywood söngleikur með öllum einkennum hans... sterkum litum, glæsilegum sviðsmyndum og að sjálfsögðu söng-og dans. En sagan gengur þvert á það sem Hollywood hefur nokkurn tímann sýnt í sínum söngleikjum. Hún er hrein tragedía þar sem ung kona (Catherine Deneuve) þarf að velja milli tveggja manna, annar vélvirki sem hún er ástfangin af og hinn gimsteinasali sem býður upp á fjárhagslegt öryggi. Auk þess brýtur hún upp klassíska formið með því að hvert einasta orð er sungið, það er ekkert tal.
Myndin gekk gríðarlega vel þegar hún kom út, langt fram yfir allar vonir sem við hana voru bundnar. Kannski er það vegna þess að hún brýtur svo gjörsamlega upp vel þekkt og vinsælt form sem þá var komin mikil þreyta í. Hún hlaut gríðarmörg verðlaun og tilnefningar, m.a. fimm óskarstilnefningar og Gullpálmann í Cannes.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)