mánudagur, október 16, 2006

Rififi (Jules Dassin, 1955)

Myndir sem fjalla um rán eru orðnar algengar og formúlan er orðin velþekkt. En fyrir 50 árum var aðeins til ein virkilega góð slík mynd, The Asphalt Jungle eftir John Huston sem vissulega hefur einkenni formúlunnar. En Jules Dassin setti fram það sem í framtíðinni urðu órjúfanlegar reglur formsins í Rififi.

Sagan kann að vera kunnugleg, en þessi mynd hefur lítið að gera við djúpan söguþráð eða persónubyggingar. Hér er það stíllinn og tæknin sem ráða. Myndin fjallar um hóp þaulvanra þjófa sem eru algjörir meistarar hver á sínu sviði. Að sjálfsögðu kemur inn flækja þegar aðrir gangsterar og konur koma inn í spilið.

Myndin er sérstaklega fræg fyrir sjálfa ránssenuna, sem fyllir fjórðung tímans og er svo raunsæ að maður getur ekki annað en ímyndað sér að þaulvanir þjófar hafi verið ráðgjafar. Dassin hafði mikinn metnað fyrir því að gera senuna eins spennandi og mögulegt. Síðar gerði hann ránsmyndina Topkapi sem innihélt mun tæknivæddara rán sem var síðar rænt í heilu lagi fyrir fyrstu Mission: Impossible myndina.

Nú er verið að endurgera myndina með Al Pacino í aðalhlutverkinu.

Engin ummæli: