mánudagur, október 09, 2006

Gimme Shelter (Albert Maysles, David Maysles, Charlotte Zwerin; 1970)

Heimildarmyndir um rokkara hafa í gegnum árin verið lítið annað en auglýsingar eða allt of löng tónlistarmyndbönd...og oft með hreinlega bjánalegum viðtölum. Það eru til undantekningar og má þar nefna Don't Look Back, Woodstock og Monterey Pop. En að mati Kinofíls er óumdeilanlegur konungur þeirra Gimme Shelter.

Í upphafi átti þetta að vera mynd um tónleikatúr Rolling Stones gegnum Bandaríkin 1969. En vegna atburða sem áttu sér stað á lokatónleikum þeirra á Altamont hraðbrautinni tók myndin allt aðra stefnu. Þar voru samankomnir 300.000 manns á ókeypis hátíð þar sem öryggisgæslan var í höndum Hell's Angels. Það þarf vart að fjölyrða um hvernig það fór.

Ef Woodstock sýndi alla helstu styrki og kosti hippahreyfingarinnar þá er hér hægt að sjá gallana við heimssýn þeirra. Það er erfitt annað en að dást að því hvernig Maysles bræður og Charlotte Zwerin byggja upp aðdragandann að voðaatburðum.

Ef þið viljið sjá og heyra frábæra tónlist, hippa, vítisengla og morð í mynd, þá ráðleggjum við að þið komið og sjáið Gimme Shelter.

Engin ummæli: