The Umbrellas of Cherbourg (Jaques Demy, 1964)
Kvikmyndaáhorfendur hafa löngum leitað til söngleiksins sem helsta flóttans frá raunveruleikanum og nægir þar að hugsa til hversu vinsælir þeir voru á tímum kreppunnar og seinni heimsstyrjaldarinnar.
En hér höfum við annan hlut. Þessi mynd er raunsæis melodrama dulbúið sem klassískur Hollywood söngleikur með öllum einkennum hans... sterkum litum, glæsilegum sviðsmyndum og að sjálfsögðu söng-og dans. En sagan gengur þvert á það sem Hollywood hefur nokkurn tímann sýnt í sínum söngleikjum. Hún er hrein tragedía þar sem ung kona (Catherine Deneuve) þarf að velja milli tveggja manna, annar vélvirki sem hún er ástfangin af og hinn gimsteinasali sem býður upp á fjárhagslegt öryggi. Auk þess brýtur hún upp klassíska formið með því að hvert einasta orð er sungið, það er ekkert tal.
Myndin gekk gríðarlega vel þegar hún kom út, langt fram yfir allar vonir sem við hana voru bundnar. Kannski er það vegna þess að hún brýtur svo gjörsamlega upp vel þekkt og vinsælt form sem þá var komin mikil þreyta í. Hún hlaut gríðarmörg verðlaun og tilnefningar, m.a. fimm óskarstilnefningar og Gullpálmann í Cannes.
mánudagur, október 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli