The Discreet Charm of the Bourgoisie (Luis Buñuel, Frakkland/Ítalía/Spánn, 1972)
Sex góðborgarar ætla sér að borða saman og tekst það ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þau eru trufluð, leidd frá eða drukkna í eigin heimi í atburðaröð sem lýsir persónum þeirra, stétt og ódauðleika smáborgarans í súrrealíska meistaraverki, þar sem mörk veruleika og drauma og jafnvel drauma innan drauma verða fljótt ógreinileg.
Þetta er ein af síðustu myndum Buñuel, sem meira er um að segja en hægt er í þessari færslu. Hann var meðlimur í hinni upprunalegu súrrealistahreyfingu og hélt tryggð við stefnuna allan sinn feril. Hann heldur áfram árásum sínum á smáborgara, nautnahyggju og kirkjuna. Leikhópurinn er afar góður og sögusviðið er snilldarlega uppbyggt.
Myndin fékk á sínum tíma óskarsverðlaun sem besta erlenda mynd. Buñuel gerði allt vitlaust í Hollywood þegar blaðamaður spurði hann hvort hélt að hann myndi vinna verðlaunin. Hann sagði að hann hefði borgað nauðsynlegar mútur til þess og hvað sem annað mætti segja um Bandaríkjamenn, væru þeir í það minnsta orðheldnir.
föstudagur, september 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
þetta er áhugavert!
Hún var mjög góð og fyndin! Takk fyrir.
Flott framtak! Mig langar að koma á söngvamyndirnar á þriðjudaginn. Eru sýningar í Stúdentakjallaranum?
Þær eru alltaf í stúdentakjallaranum.
...Og vegna smámisskilnings sem hefur gætt, þá er aðeins önnur myndin söngleikur. Hin er tónleika/heimildarmynd. Ég fer að setja upp færslur með nánari upplýsingum um báðar innan tíðar.
Skrifa ummæli