föstudagur, september 22, 2006

Kind Hearts and Coronets (Robert Hamer, England, 1949)

Átta manneskjur standa í vegi fyrir því að Louis Mazzini verði hertoginn af Ascoyne. Því ákveður hann losa við þau öll. Í þessari ódauðlegu og bleksvörtu gamanmynd er spjótunum beint að breska stétterkerfinu og að hræsni aðalsætta.

Myndin er sérstaklega þekkt fyrir það að Alec Guinness leikur alla átta meðlimi d'Ascoyne ættarinnar, en ekki má gleyma Dennis Price í hlutverki Louis Mazzini. Myndatakan er í höndum Douglas Slocombe sem síðar varð risi á sínu sviði, t.d. Indiana Jones myndirnar.

1949 var einstaklega gott ár hjá Ealing stúdíóinu. Fyrir utan Kind Hearts and Coronets gáfu þeir einnig út Whisky Galore! og Passport to Pimlico, báðar klassískar.

Engin ummæli: