Throne of blood (Akira Kurosawa, 1957)
Myndin er staðfærsla á Shakespeare verkinu Macbeth. Hún er fyrsta af þremur myndum Kurosawa eftir leikverkum Shakespeare (hinar eru: The Bad Sleep Well byggð á Hamlet og Ran byggð á Lé konungi). Myndin þykir almennt bera af í kvikmyndauppfærslum á Macbeth og Shakespeare yfirleitt.
Söguþráðurinn er einfaldaður lítillega og nokkrum persónum eytt út, það er í raun merkilegt hversu auðveldlega tekst til með að staðfæra verkið til Japans á miðöldum. Kurosawa beitir víðkunnum stílbrögðum sínum. Hann setur tíma sögunnar mjög vel upp m.a. með stílfærðum búningum og leikmyndum. Myndatakan er eins og í öðrum myndum hans glæsileg og má þar sérstaklega benda á hasarsenur og linsunotkun. Eins og í mörgum öðrum myndum sínum notar hann veður sem frásagnartæki. Í Jidai-geki (sögulegum myndum) sínum lætur hann leikarana leika í noh stíl sem var leikhús yfirstéttanna í Japan til forna. Þess vegna finnst mörgum leikur í samurai-myndum vera ýktur, en er í raun bara leikstíll.
Aðalhlutverkið, Washizu, leikur Toshiro Mifune sem var uppáhaldsleikari Kurosawa og þeir störfuðu saman í nærri 20 ár í einu gjöfulasta samstarfi milli leikstjóra og leikara sem minnir t.d. á samstarf Scorsese og De Niro. Throne of blood nær dramatísku hámarki í lokakaflanum í víðfrægri (og stórhættulegri) örvasenu. Þessi sena segir margt um raunsæisáráttu Kurosawa og hugrekki Mifune.
Úr myndinni má lesa áleitnar vangaveltur um eðli góðs og ills og hvað rekur annars heiðvirðan mann til illverka, og hvernig örlög geta eyðilagt heiðursmann. Þegar höfð er í huga nálægð myndarinnar við seinni heimstyrjöldina er hægt að ímynda sér Washizu sem persónu sem á skilið samúð, ekki að maður sjái hann sem illmenni. Myndin hefur svartsýna heimsmynd þar sem fólk er gjarnt til sjálfseyðileggingar. Það sýnir mikinn styrk Kurosawa að hann getur falið þennan efnivið inn í ævintýramynd.
kinofíll ráðleggur:
Akira Kurosawa:
Drunken Angel (1948)
Stray Dog (1949)
Rashomon (1950)
Scandal (1950)
The Idiot (1951)
Ikiru (1952)
Seven Samurai (1954)
I Live in Fear (1956)
The lower depths (1957)
The Hidden fortress (1958)
The bad sleep well (1960)
Yoijimbo (1961)
Sanjuro (1962)
High and low (1963)
Red beard (1965)
Dodes´ka-den (1970)
Derzu Uzala (1974)
Kagemusha (1980)
Ran (1985)
Toshiro Mifune:
Allar að ofan, til og með Red Beard, utan Ikiru
The Life of O-Haru (1952)
Miyamoto Musashi (1954)
The Sword of doom (1966)
(Samurai) Rebellion (1967)
Hell in the Pacific (1968)
Masaki Kobayashi:
Harakiri (1962)
Kwaidan (1964)
Samuræjamyndir:
47 Ronin (1941-42)
Shogun assassin (1980)
Zatoichi (1963)
Zatoichi (2002)
Zatoichi meets Yoijimbo (1965)
Ghost dog: the way of the samurai (1999)
The Twilight Samurai (2002)
Shakespeare:
Hamlet (Olivier)
Henry V (Olivier)
Henry V (Branagh)
Macbeth (Polanski)
Macbeth (Welles)
Othello (Welles)
Richard III (Olivier)
Chimes at midnight (Welles, 1964)
Forbidden Planet (1956)
Rosencrantz & Guildenstern- are dead (1990)
Shakespeare in love (1998)
West side story (1961)
Romeo + Juliet (1997)
Myndin er staðfærsla á Shakespeare verkinu Macbeth. Hún er fyrsta af þremur myndum Kurosawa eftir leikverkum Shakespeare (hinar eru: The Bad Sleep Well byggð á Hamlet og Ran byggð á Lé konungi). Myndin þykir almennt bera af í kvikmyndauppfærslum á Macbeth og Shakespeare yfirleitt.
Söguþráðurinn er einfaldaður lítillega og nokkrum persónum eytt út, það er í raun merkilegt hversu auðveldlega tekst til með að staðfæra verkið til Japans á miðöldum. Kurosawa beitir víðkunnum stílbrögðum sínum. Hann setur tíma sögunnar mjög vel upp m.a. með stílfærðum búningum og leikmyndum. Myndatakan er eins og í öðrum myndum hans glæsileg og má þar sérstaklega benda á hasarsenur og linsunotkun. Eins og í mörgum öðrum myndum sínum notar hann veður sem frásagnartæki. Í Jidai-geki (sögulegum myndum) sínum lætur hann leikarana leika í noh stíl sem var leikhús yfirstéttanna í Japan til forna. Þess vegna finnst mörgum leikur í samurai-myndum vera ýktur, en er í raun bara leikstíll.
Aðalhlutverkið, Washizu, leikur Toshiro Mifune sem var uppáhaldsleikari Kurosawa og þeir störfuðu saman í nærri 20 ár í einu gjöfulasta samstarfi milli leikstjóra og leikara sem minnir t.d. á samstarf Scorsese og De Niro. Throne of blood nær dramatísku hámarki í lokakaflanum í víðfrægri (og stórhættulegri) örvasenu. Þessi sena segir margt um raunsæisáráttu Kurosawa og hugrekki Mifune.
Úr myndinni má lesa áleitnar vangaveltur um eðli góðs og ills og hvað rekur annars heiðvirðan mann til illverka, og hvernig örlög geta eyðilagt heiðursmann. Þegar höfð er í huga nálægð myndarinnar við seinni heimstyrjöldina er hægt að ímynda sér Washizu sem persónu sem á skilið samúð, ekki að maður sjái hann sem illmenni. Myndin hefur svartsýna heimsmynd þar sem fólk er gjarnt til sjálfseyðileggingar. Það sýnir mikinn styrk Kurosawa að hann getur falið þennan efnivið inn í ævintýramynd.
kinofíll ráðleggur:
Akira Kurosawa:
Drunken Angel (1948)
Stray Dog (1949)
Rashomon (1950)
Scandal (1950)
The Idiot (1951)
Ikiru (1952)
Seven Samurai (1954)
I Live in Fear (1956)
The lower depths (1957)
The Hidden fortress (1958)
The bad sleep well (1960)
Yoijimbo (1961)
Sanjuro (1962)
High and low (1963)
Red beard (1965)
Dodes´ka-den (1970)
Derzu Uzala (1974)
Kagemusha (1980)
Ran (1985)
Toshiro Mifune:
Allar að ofan, til og með Red Beard, utan Ikiru
The Life of O-Haru (1952)
Miyamoto Musashi (1954)
The Sword of doom (1966)
(Samurai) Rebellion (1967)
Hell in the Pacific (1968)
Masaki Kobayashi:
Harakiri (1962)
Kwaidan (1964)
Samuræjamyndir:
47 Ronin (1941-42)
Shogun assassin (1980)
Zatoichi (1963)
Zatoichi (2002)
Zatoichi meets Yoijimbo (1965)
Ghost dog: the way of the samurai (1999)
The Twilight Samurai (2002)
Shakespeare:
Hamlet (Olivier)
Henry V (Olivier)
Henry V (Branagh)
Macbeth (Polanski)
Macbeth (Welles)
Othello (Welles)
Richard III (Olivier)
Chimes at midnight (Welles, 1964)
Forbidden Planet (1956)
Rosencrantz & Guildenstern- are dead (1990)
Shakespeare in love (1998)
West side story (1961)
Romeo + Juliet (1997)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli