mánudagur, september 18, 2006

The Killer (John Woo, 1989)

Myndin er tileinkuð Martin Scorsese og er klárlega innblásin af Le Samurai (1967) eftir Jean-Pierre Melville. Melville er í miklu uppáhaldi Woo og er mikið um vísanir í verk hans í myndum Woo. Fleiri áhrifavalda kennir einnig í the Killer, sem dæmi má nefna Sam Peckinpah (Wild Bunch), Don Siegel (Dirty Harry) og Walter Hill (The Driver) og jafnvel, merkilegt nokk, í melódrömu Douglas Sirk. Titill myndarinnar á kantónsku er blóðsúthellingar tveggja hetja sem má vera meira lýsandi en umtalsvert ógirnilegri titill.

John Woo og Chow Yun-Fat höfðu ásamt framleiðandanum Tsui Hark áður gert “byssó” hasarmynd (hin ágæta A Better Tomorrow) en hér var um algjörlega annan hlut að ræða. Þetta var að miklu leiti í fyrsta skipti þar sem djúp persónusköpun er notuð í mynd af þessu tagi, auk þess er myndin í raun melódrama í hasarmyndarbúningi. Hér á stóran þátt sú staðreynd að vinsælustu myndir leikstjórans áður voru gjarnan gamanmyndir og stjarnan hafði lengst af starfað í sjónvarpi og rómanstíkum myndum.

Sjónræn stílbrögð eru mjög einkennandi fyrir myndir John Woo og eru vel þekkt enda hefur þeim bókstaflega verið rænt af mörgum, mörgum öðrum og eru orðin standard í hasarmyndum í dag. Því er kannski erfiðara að meta hversu byltingakenndur þessi stíll var á sínum tíma. Þó er enginn sem notar þennan stíl markvissar eða betur en hann sjálfur. Stíllin er auðþekkjanlegur, hægmyndir, öfgakenndar bardagasenur, litanotkun, sviðsmyndir og notkun á rými. Stíll hans að öðru leiti er einnig mjög einkennandi. John Woo er kristinn og hefur sterkar trúarskoðanir. Það er mikill (beinn og óbeinn) trúarlegur symbolismi í myndinni. Hann hefur lítinn áhuga á raunsæislegri framsetningu bardaga- og dramasena en er þeim mun meira fyrir óperukennda framsetningu. En fátt er honum meira umhugað um en samskipti milli karlmanna (oft andstæðupör) og heiður, sem er mjög ríkt mótíf í verkum hans. Margir vilja lesa sambandið milli aðalpersónanna sem samkynhneigt, en aðrir sem samband byggt á heiðri. Myndin og vangaveltur hennar um heiður minna töluvert á klassískar samúræjamyndir.
Myndin gekk gríðarlega vel víðs vegar um heim og ól af sér nýtt form af hasarmynd sem margir hafa síðar tileinkað sér. Má þar benda á þá félaga Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Bæði John Woo og Chow Yun-Fat hafa flutt til Hollywood en að okkar dómi ekki enn náð sömu víddum og í Hong Kong.

Kinofíll ráðleggur:

John Woo
A Better Tomorrow (1986)
Bullet in the Head (1990)
Hard Boiled (1992)
Face/off (1998)

Chow Yun-Fat
A Better Tomorrow (1986)
City on Fire (1987)
Hard Boiled (1992)
Anna & the King (1999)
Crouching Tiger, Hidden Dragon (2000)

Jean-Pierre Melville
Bob Le Flambeur (1955)
Le Samurai (1967)
Le Cercle Rouge (1970)
Un Flic (1972)

Martin Scorsese
Mean Streets (1973)
Taxi Driver (1976)

Sam Peckinpah
Ride the High Country (1962)
The Wild Bunch (1969)
Pat Garrett and Billy the Kid (1973)
Cross of Iron (1977)

Walter Hill
The Driver (1978)
48 hours (1982)

Don Siegel
The Killers (1964)
Dirty Harry (1971)

Douglas Sirk
All that Heaven Allows (1956)
Written in the Wind (1956)
Imitation of Life (1959)

Quentin Tarantino
Reservoir Dogs (1992)
Pulp Fiction (1994)
True Romance (1993, handrit)
Jackie Brown (1997)
Kill Bill vol. 1 (2003)
Kill Bill vol. 2 (2004)

Robert Rodrigeuz
El Mariachi (1992)
Desperado (1995)
Once upon a Time in Mexico (2003)
Sin City (2005)

Engin ummæli: