Branded to Kill (Seijun Suzuki, 1967)
Vesturlandabúar þekkja í raun lítið til japanskra mynda, sérstaklega eldri. Það er algeng trú að Japanir hafi aðeins gert hádramatískar og "virðulegar" myndir eins og meistaraverk Kurosawa, Mizoguchi og Ozu. En þetta er alrangt. Það sem Japanir sjálfir sóttu í voru ódýrar B-myndir og sérstaklega Yakuza myndir sem stúdíóin dældu út og voru gerðar af samningsbundnum leikstjórum sem var bara rétt handrit til að vinna úr.
Seijun Suzuki var ekki hrifinn af þessu en ákvað þó að nýta sér það takmarkaða frelsi sem hann hafði. Myndir hans eru stýlísk meistaraverk full af týpum, frábærri tónlist, ótrúlegum samsetningum í myndatökunni og svakalegu andrúmslofti. Ef maður gæti blandað saman kynlífshúmor Russ Meyer, hörku og ofbeldi Don Siegel og erótisma Nagisa Oshima þá fengi maður Seijun Suzuki.
Fáar myndir eru jafn frumlegar, truflandi og beinlínis pervertískar. Fyrir einhverja gæti þessi mynd verið of furðuleg en aðrir munu uppgötva eitthvað alveg nýtt. Suzuki var á síðasta séns þegar hann gerði þessa mynd og Nikkatsu stúdíóið rak hann eftir hana fyrir óhlýðni. Hann gerði enga í tíu ár, en síðan þá hefur hann verið virkur og er m.a. nýbúinn að gera mynd.
mánudagur, október 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli