
Fasteignasalinn Hutter er sendur í til kastala Orloc greifa (Schreck), hátt í fjöllum Karpaþíu, til að veita honum lögfræðiaðstoð. Orlock er dularfullur maður sem ferðast um á undarlegum tímum og heldur Hutter læstum í einum turni kastalans. Orloc finnur mynd af konu Hutters, Ellen, og stuttu síðar yfirgefur hann kastalann. Hutter sem hræðist um líf konu sinnar tekst að flýja prísund Orloc og snúa aftur til Bremen, Þýskalandi. Þar kemst hann að því að Orloc er þegar kominn til Bremen og segir Ellen frá skrímslinu sem hélt honum föngum. Ellen kemst að því að hún ein getur

Myndin er fyrsta þekkta kvikmyndaútfærsla á bók Bram Stoker, Dracula, þó að persónum og staðsetningum hafi verið breytt vegna höfundarréttar. Hún er lykilverk í þýskum expressíonisma þar sem Murnau leggur vinnu í hvert skot og dvelur við svo áhorfandinn fái að njóta uppsetningu skotanna. Truflandi kraftur kvikmyndatökunnar á þó mörgu að þakka leiklistarhæfileikum Max Schreck sem er við það andsetinn í leik sínum. Schreck var svo sannfærandi í leik sínum að mótleikarar hans margir lögðu lítið í samskipti við hann. Og hafa komið

Margar kenningar um myndina eru einnig af pólitískum toga, þar sem litið er á Orloc greifa sem tákn fyrir Lenín og myndin sé þýsk varnaráróðursmynd gegn kommúnistahættunni frá Rússlandi. Sem dæmi er koma Orloc til Bremen, þar sem með honum koma þúsundir plágusmitaðra rotta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli