miðvikudagur, október 18, 2006



The Battle of San Pietro (John Huston, 1945)

John Huston er einn þekktasti og hæst metni leikstjóri fyrr og síðar (The Maltese Falcon, The Treasure of the Sierra Madre, The Asphalt Jungle, The African Queen, The Man Who Would Be King, Prizzi's Honor og fjöldi annara) en þessi heimildarmynd hans er lítt þekkt, enda var gerð heilraun til að jarða hana. Eins og margir aðrir Hollywood leikstjórar var hann kvaddur til að gera myndir fyrir OWI (Office of War Information) í stríðinu. Tilgangur þessarar myndar átti að vera áróður en Huston gerði þetta að tileinkun til hermannana sem hann fylgdi og hún er árás á þá sem stýra stríðum en taka ekki þátt í þeim en eigna sér sigra og sjá ekki fórnirnar.

Það er barist um örlítinn landskika með miklum kostnaði og við sjáum hvað gerist í stríði, sárin, leiðindin, heimþrána, fórnarkostnaðinn og hörmungar og missi saklaussa borgara. Þegar Huston skilaði af sér myndinni var hún "snyrt" og settur á hana formáli til að réttlæta orrustuna. Huston sjálfur les yfir en er afar hæðinn, þrátt fyrir að hann veifi flagginu hátt. hún fékk síðan afar takmarkaða sýningu en var síðan falin í þrjátíu ár, þegar Víetnam stríðinu var lokið og tími til kominn að endurskoða síðari heimsstyrjöldina.

Engin ummæli: