miðvikudagur, október 18, 2006
Commando Duck (Jack King, 1944)
Andrés er hermaður sem fær það verkefni að eyðileggja flugvöll sem japönsku andstæðingarnir eru að byggja. Japönsku hermennirnir sjá hann að sjálfsögðu strax og alls konar vesen skapast...
Myndin er klassískt dæmi um þann fjölda af áróðursteiknimyndum sem gerðar voru í stríðinu og inniheldur margt sem var algengt þá en myndi aldrei sjást í dag. Má þar nefna gríðarlegan rasisma sem sýnir Japönsku hermennina sem algjöra trúða og þeir eru teiknaðir sem skrípafígúrur.
Der Fuehrer's Face (Jack Kinney, 1942)
Þessi er hins vegar ekki dæmigerð fyrir sinn tíma eða yfirleitt nokkurn. Hún hét upphaflega Donald in Nutziland en vegna gríðarlegra vinsælda lagsins í henni var titlinum breytt í nafn lagsins.
Þessi stutta mynd kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti, Andrés Önd er nasisti í henni! Hitler, Mussolini og Hirohito eru allir persónur í henni og Andrés vinnur við að setja saman sprengikúlur. Það er ekki hægt að ímynda sér að þessi mynd yrði gerð í dag og það er ekki út af engu að hún hefur ekki sést í almennum sýningum áratugum eftir að hún var gerð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli