miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Dagskrá vor 2007:

Þetta er ekki endanleg dagskrá og gæti tekið breytingum. Við bætum við kynnunum síðar en svona er þetta í dag.

Ath. nýjan sýningardag, þ.e.a.s. sunnudaga.

7. janúar; Kung Fu II:

Once Upon a Time in China II (Wong Fei Hung Ji Yi, Tsui Hark, 1992, Hong Kong), Project A part II ('A' Gai Waak Juk Jaap, Jackie Chan, 1987, Hong Kong)

14. janúar; Helförin:

Night and Fog (Alan Resnais, 1955, Frakkland), Passenger (Pasazerka, Andrzej Munk, 1963, Pólland), The Shop on Main Street (Obchod Na Korze, Jan kadar og Elmar Klos, 1965, Tékkoslóvakia)

21. janúar; Sætt og Sóðalegt:

Pink Flamingos (John Waters, 1972, USA) og Flesh for Frankenstein (Paul Morrissey, 1973, USA/Ítalía/Frakkland)

28. janúar; Heimildarmyndir 1:

Crumb (Terry Zwigoff, 1994, USA), Harlan County USA (Barbara Kopple, 1978, USA)

4. febrúar; Pólitískar spennumyndir:

Z (Costa-Gavras, 1969, Alsír/Frakkland), Manchurian Candidate (John Frankenheimer, 1962, USA)

11. febrúar; Femínismi:

Cleo From 5 to 7 (Agnes Varda, 1961, Frakkland), Faster Pussycat! Kill! Kill! (Russ Meyer, 1965, USA)

18. febrúar; Raðmorðingjar:

Peeping Tom (Michael Powell, 1960, UK), M (Fritz Lang, 1931, Þýskaland)

25. febrúar; Framúrstefnuheimildarmyndir:

Man With a Movie Camera (Chelovek s Kino-apparatom, Dziga Vertov, 1929, Sovétríkin), Häxan (Benjamin Christensen, 1922, Svíþjóð),

4. mars; Gamanmyndir með skoðun:

The Firemen's Ball (Horí, Má Panenko; Milos Forman, 1967, Tékkoslóvakía), Zero for conduct (Jean Vigo, 1933, Frakkland), Boudu saved from drowning (Boudu Sauvé des Eaux, Jean Renoir, 1932, Frakkland)

11. mars; Árásir á friðhelgi heimilisins:

Straw dogs (Sam Peckinpah, 1971, UK/USA), visitor Q (Bijita Q, Takashi Miike, 2002, Japan)

18. mars; Japanskar menningarhefðir:

An Actor’s Revenge (Kon Ichikawa, 1963, Japan), Harakiri (Masaki Kobayashi, 1962, Japan)

25. mars; Hemildarmyndir 2:

Roger & Me (Michael Moore, 1989, USA), The Thin Blue Line ( Errol Morris, 1988, USA)

1. apríl; Rómantískar Fantasíur:

La Belle et la Bete (Jean Cocteau, 1946, Frakkland), A Matter of Life and Death (Michael Powell og Emeric Pressburger, 1946, UK)

15. apríl; Pólitískur módernismi:

Memories of Underdevelopment (Memorias del Subdesarollo, Tomás Gutierrez Alea, 1968, Kúba), Weekend (Jean-Luc Godard, 1967, Frakkland)

22. apríl; Stuttmyndamaraþon:

Verður tilkynnt síðar...

29. apríl; Hryllingur:

Eyes Without a Face (Yeux Sans Visage, Georges Franju, 1959, Frakkland/Ítalía), Hour of the Wolf (Vargtimmen, Ingmar Bergman, 1968, Svíþjóð)

sunnudagur, nóvember 26, 2006

In the Mood for Love (Wong Kar-Wai, 2000)

Myndin gerist í Hong Kong á sjöunda áratugnum í litlu fjölbýlishúsi og fjallar um tvo nágranna sem gruna maka sína um að halda framhjá þeim…og með hvoru öðru. Þau sjálf hittast öðru hverju og uppgötva stöðuna smám saman. Þau finna afsakanir til að eyða meiri tíma með hvor öðru til að hugga hvort annað og að lokum komast þau að því að þau eru kannski sköpuð fyrir hvort annað en geta ekki tjáð sínar raunverulegu tilfinningar.

Myndin endurskapar stemmingu Hong Kong sjöunda áratugarins sem gerði einnig fyrri mynd Wong Kar-Wai, Days of Being Wild svo einstaka. Hann gerir raunverlegar persónur úr nánast engu með togstreitunni sem er á milli þeirra. Það sem áhorfandinn sér sem stigmagnandi rómantík, sér Wong Kar-Wai frekar sem tregafulla uppgjöf. Það er ekki það að ástin sé ekki endurgoldin heldur að henni sé neitað að dafna. Tilfinningalegi krafturinn sem myndast kringum það að þau eru ekki í sambandi er hreint og beint magnaður. Þetta er besta framsetning kvikmyndasögunnar á óendurgoldinni ást.

Wong Kar-Wai er í dag margnefndur besti starfandi leiktjórinn og myndir hans fá lof um allan heim þó í Hong Kong séu vinsældir Jackie Chan mun meiri. Eftir að hin kostnaðarsama Days of Being Wild tapaði á sínum tíma tók hann sér nokkura ára hlé. Hann kom aftur með myndir sem fengu mikla athygli á hátíðum vítt um heiminn. Myndir eins og Ashes of Time (1994), Chungking Express (1994), Fallen Angels (1995), Happy Together (1997) og síðar 2046 (2004) hafa gert hann að einum virtasta listræna leikstjórnanum í dag og In the Mood for Love (2000) varð svo vinsæl að honum er kleift í dag að gera eina mynd á ári og veitir honum meira listrænt frelsi, auk þess sem allar helstu stjörnur Asíu vilja starfa með honum.
Þessi magnaða mynd um ástríðu tveggja einstaklinga þykir einhver merkilegasta og stórkostlegasta tilraun kvikmyndar að sýna ást milli manns og konu. Myndin er sú eina sem Jean Vigo gerði í fullri lengd en hann lést stuttu eftir að hún kom út. Goðsögn hans lifir með henni og á hún sinn sess á flestum listum yfir bestu kvikmyndir allra tíma, og ekki af ástæðulausu.
L´Atalante tekur á ást og aðskilnaði hjóna, bátsmannsins Jean og konu hans Juliette. Þau búa á útsilgdum pramma á Signu þar sem Juliette þolir illa við og þráir borgarlíf fasta landsins. Þegar hún fer loks á vit öldurhúsa Parísar reiðist Jean henni og siglir á brott í bræðiskasti, á meðan fer skipsherrann Jules og leitar hennar. Jean verður brátt heltekinn söknuði til konu sinnar sem hefur betur og knýr hann aftur til baka í vonum að sjá sína heitt elskuðu á ný.
Sýnin á samband elskendanna gerir grein fyrir erfiðleikum þess sem aðskilur, en jafnframt algleymingi þess að sameinast á ný. Vigo tekst að sýna kynin sem aðskilda póla en skipsherrann Jules, sem leikinn er af Michel Simon, mitt á milli. Hann er jafnt karl sem kona og barn sem fullorðinn. Simon fer á kostum í myndinni og hleður hana furðulegum anda með blöndu af söng, ruddalegum húmor og frábærum leik. Simon er almennt álitinn einn besti (og franskasti) leikari frakka.
Myrkur svífur yfir myndinni og í bland við magnaða erótík, hafði andi hennar mikil áhrif á leikstjóra frönsku nýbylgjunnar (Godard, Truffaut, Rivette). Myndin er hvoru tveggja afsprengi framúrstefnu- og tilraunamyndaþriðja áratugarins og nokkurs konar fyrirrennari raunsæismynda.
Hún er umfram allt furðuleg en seiðandi ástarsaga tveggja elskenda.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Þá er komið að síðustu sýningu okkar fyrir jól og, kannski aðeins meira aðkallandi, próf. Við birtum nánari upplýsingar um myndir kvöldsins síðarmeir en nú viljum við nota tækifærið og þakka fyrir almennt góða mætingu og viðbrögð en við vildum helst fá að heyra meira frá ykkur. Það er hörkuvinna að móta þessa dagskrá og við erum ekki að þessu til að vera með vídjókvöld, heldur er markmiðið að auka fjölbreytileika og dýpka skilning fólks á kvikmyndum, en Það breytir því ekki að það væri þægilegt að heyra meira hvaða kröfur þið sem komið oft til okkar gerið.

Við erum þegar búnir að setja saman dagskrána frá áramótum og fram á vor og munum birta hana fljótlega. Henni má breyta ef okkur berast góðar (alvarlegar) tillögur. Einnig er planið að fá fleiri gesti til að kynna myndirnar og ræða þemun sem eru í sviðsljósinu þá vikuna.


Svona til að það komi fram í eitt skipti fyrir öll, þá er hér það sem kalla mætti mission statement okkar:

Kinofíll er hópur nema í kvikmyndafræðum sem hefur það að markmiði að auka kvikmyndaúrval það sem áhugafólki stendur til boða. Því erum við með vikulegar sýningar. Þar sýnum við, þematengt, mikilvægar eða áhugaverðar myndir. Við sýnum ekki Hollywood myndir, sem er ekki dómur okkar á þeim. Okkur finnst hins vegar að aðgengi að þess háttar efni sé það gott að ekki sé þörf á sýna það. Við tökum gæði eða mikilvægi mynda fram yfir skemmtanagildi þeirra en reynum þó að velja þær einnig með tilliti til skemmtanagildis. Það er okkur mikilvægt að vekja upp umhugsun um málefnin sem tekin eru fyrir hverju sinni og því veljum við oft umdeildar myndir sem þvinga fólk til að taka afstöðu. Það er ekki gert til að stuða áhorfendur.

Við óskum gestum okkar, bæði á sýningarnar og síðuna, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og vonumst til að sjá fleiri og virkari gesti á því komandi.

-Kinofíll.

laugardagur, nóvember 18, 2006


Man Bites Dog (C’est Arrivé Pres de Chez Vous, Rémy Belvaux, André Bonzel og Benoit Poelvoorde; Belgía, 1992)

Ef franskur titill myndarinnar er þýddur verður hann “Gerðist nálægt þér”, sem undirstrikar hve hversdagslega frásögn myndarinnar er framsett. En sagan, og framkvæmdin, eru allt annað en hefðbundin.

Myndin fjallar um unga kvikmyndagerðarmenn, André og Rémy, sem byrja að taka Cinema Verité heimildarmynd um morðingjann Ben. Hann er skemmtilegur og heimspekilega þenkjandi maður sem fremur nokkur morð mánaðarlega fyrir salti í grautinn og öðrum þörfum. Þegar André og Rémy verða uppiskroppa með peninga ákvaður Ben að fjármagna myndina með eigin peningum, sem eru allir fengnir frá fórnarlömbum hans.

Það er þessi afar svarti húmor og hvassa háðsádeila sem einkennir Man Bites Dog og varð þess valdandi að hún sló eftirminnilega í gegn og varð harkalega umdeild þegar hún kom út. Hún tekur harkalega á ábyrgð fjölmiðla og samsekt áhorfandans og er ekki síst árás á áhorfandann, sem verður rækilega meðsekur í grófum ofbeldisverkum aðalpersónunnar, rétt eins og ungu kvikmyndagerðarmennirnir.

föstudagur, nóvember 17, 2006



Áður en lengra er haldið er rétt að vara við því að þessi mynd er afar, afar gróf og gengur mjög langt í ofbeldi (þ.m.t. kynferðislegu) og inniheldur raunveruleg dýradráp.

Þessi mynd er sú eina í langri röð af ítölskum mannætumyndum sem hægt er að segja að hafi elst vel. Hún er líka sú eina sem nálgast að vera klassík og er það eingöngu vegna þess að hún er meira en bara sérstaklega gróf ofbeldismynd, sem hún óneitanlega er. Hún hefur vissa hluti að segja og þeir hlutir hafa mun meira vægi í dag en þegar hún kom út.

Myndin er á yfirborðinu kannski ekki svo góð. Leikurinn er ekki upp á marga fiska, söguþráðurinn er frekar loðinn og efnistökin eru ekki fögur. En brellurnar eru vel gerðar, þrátt fyrir að vera allt annað en fallegar, tónlistin er afar góð og skilaboð myndarinnar eru lykilatriði við að meta hana.

Raunverulegt umfjöllunarefni Cannibal Holocaust er fjölmiðlar og sú þróun að þeir virðast oftar en ekki eltast meira við hörmungar og gott myndefni en endilega fréttir eða raunveruleikann. Nú þegar raunveruleikaþættir með mismiklum raunveruleika tröllríða sjónvarpi verður þessi hugsun á mikilvægari. Spurningin um hvað sé gert til að ná sem bestu eða merkilegustu myndefni verður mjög áleitin eftir þessa mynd.

Leikstjórinn gerir heiðarlega tilraun til að vekja áhorfandann til umhugsunar en vegna þrýstings frá peningafólkinu var hann þvingaður til að leggja ívið meiri áherslu á ofbeldið en boðskapinn og er titill myndarinnar frá þeim kominn en ekki leikstjóranum.

Það er von Kinofíls að áhorfendurnir hugsi frekar um þessa mynd í samhengi boðskapsins en ofbeldisins, þó það sé óumflýjanlegt.

mánudagur, nóvember 13, 2006

Johnny Guitar (Nicholas Ray, 1954)

Joan Crawford leikur Viennu, kráareiganda í smábæ nokkrum í vestrinu. Hún á undir högg að sækja vegna deilna við bæjarbúa sem vilja hafa hana burt. Leiðtogi bæjarbúa er Emma en hennar ástæður fyrir hatrinu á Viennu eru ekki aðeins peningar, heldur afbrýði. Ást lífs hennar, The Dancing Kid elskar Viennu, á meðan hún hefur kallað til sín gamlan elskhuga, Johnny Guitar, sér til hjálpar gegn múgnum.

Melódramatískur söguþráður Johnny Guitar kann að koma mörgum hlægilega fyrir sjónir, en það er með ráðum gert. Litanotkun hennar er sterk þar sem rauður og grænn eru ráðandi, en blár nánast hvergi sjáanlegur og sérstaklega er verið að spila svörtu á móti hvítu. Einnig er leikur myndarinnar mjög ýktur sem er í beinum takti við alla aðra þætti og fullkomnar það stíl myndarinnar sem “over-the-top.” Í myndinni er viðsnúningur á hefðbundnum kynjahlutverkum þar sem Crawford er klædd upp í svartar buxur, leðurstígvél og með sexhleypu við höndina á meðan Johnny Guitar hefur gítar við höndina en ekki vopn. Hún tekur margar af hefðum og venjum vestranna og snýr þeim við og einnig baráttu milli kvenna þvi vilja margir tengja myndina femínisma. Handritshöfundur myndarinnar lenti á svörtum lista þegar McCarthyisminn stóð sem hæst í bandaríkjunum og má sjá í henni gagnrýni á McCarthyisma í gegnum hópæsing gegn þeim sem standa á eigin lífsreglum.

Django (Sergio Corbucci, 1966)

Django (Franco Nero) er, eins hver annar einfari, nýhættur þjónustu fyrir norðuríkjaher, ferðast suður til landamæra Norður-Ameríku og Mexikó. Með líkkistu í eftirdragi kemur hann í landamærabæ þar sem hann lendir mitt á milli í deilum major Jackson og Rodríguez hershöfðingja og bandíta hans. Django dregst inn í deilurnar af persónulegum ástæðum þar sem einn af dátum Jackson myrti konu hans. Hann tekur að sér að leysa deilur Jackson og Rodríguez á þann hátt sem aðeins kúrekum í spaghettí-vestrum er lagið og það er að drepa alla þá sem tengjast málinu.

Eins og margar af spaghetti-vestrunum sem fylgdu vinsældum A Fistful of Dollars, varð Django geisivinsæll í Evrópu og græddi vel. Hún var hins vegar bönnuð í Bretlandi, og nokkura öðrum löndum, vegna grófs og myndræns ofbeldis. Þrátt fyrir grimmdina þá er ofbeldið í stíl teiknimynda og myndin í raun stútfull af kímni svo sem ýktum persónum og hegðunum þeirra. Einnig segir Corbucci að finna megi pólitískar nálganir og hin augljósasta þá að Django líkar EKKI við kynþáttahatara.

Django er “byltingarvestri” og beitir sér fyrir pólitískum málum og notar til þess vísanir í byltinguna í mexikó 1913. Corbucci eins og nafni sinn Leone (A Fistful of Dollars) gerði frekari “byltingarvestra” og má þar nefna Il grande silenzio frá 1968, Il mercernario frá 1968 og vamos a matar, compañeros frá 1970.

laugardagur, nóvember 04, 2006

Breyttur sýningartími!!!

Vegna þeirra óviðráðanlegu aðstæðna að tveir jafnstórir atburðir geta ekki verið í sama rými á sama tíma verður sýningu Kinofíls, þessa vikuna, flýtt fram á mánudagskvöld, 6. nóvember, kl. 20.

Sjá dagskrána hér