mánudagur, nóvember 13, 2006

Johnny Guitar (Nicholas Ray, 1954)

Joan Crawford leikur Viennu, kráareiganda í smábæ nokkrum í vestrinu. Hún á undir högg að sækja vegna deilna við bæjarbúa sem vilja hafa hana burt. Leiðtogi bæjarbúa er Emma en hennar ástæður fyrir hatrinu á Viennu eru ekki aðeins peningar, heldur afbrýði. Ást lífs hennar, The Dancing Kid elskar Viennu, á meðan hún hefur kallað til sín gamlan elskhuga, Johnny Guitar, sér til hjálpar gegn múgnum.

Melódramatískur söguþráður Johnny Guitar kann að koma mörgum hlægilega fyrir sjónir, en það er með ráðum gert. Litanotkun hennar er sterk þar sem rauður og grænn eru ráðandi, en blár nánast hvergi sjáanlegur og sérstaklega er verið að spila svörtu á móti hvítu. Einnig er leikur myndarinnar mjög ýktur sem er í beinum takti við alla aðra þætti og fullkomnar það stíl myndarinnar sem “over-the-top.” Í myndinni er viðsnúningur á hefðbundnum kynjahlutverkum þar sem Crawford er klædd upp í svartar buxur, leðurstígvél og með sexhleypu við höndina á meðan Johnny Guitar hefur gítar við höndina en ekki vopn. Hún tekur margar af hefðum og venjum vestranna og snýr þeim við og einnig baráttu milli kvenna þvi vilja margir tengja myndina femínisma. Handritshöfundur myndarinnar lenti á svörtum lista þegar McCarthyisminn stóð sem hæst í bandaríkjunum og má sjá í henni gagnrýni á McCarthyisma í gegnum hópæsing gegn þeim sem standa á eigin lífsreglum.

Engin ummæli: