mánudagur, nóvember 13, 2006
Django (Sergio Corbucci, 1966)
Django (Franco Nero) er, eins hver annar einfari, nýhættur þjónustu fyrir norðuríkjaher, ferðast suður til landamæra Norður-Ameríku og Mexikó. Með líkkistu í eftirdragi kemur hann í landamærabæ þar sem hann lendir mitt á milli í deilum major Jackson og Rodríguez hershöfðingja og bandíta hans. Django dregst inn í deilurnar af persónulegum ástæðum þar sem einn af dátum Jackson myrti konu hans. Hann tekur að sér að leysa deilur Jackson og Rodríguez á þann hátt sem aðeins kúrekum í spaghettí-vestrum er lagið og það er að drepa alla þá sem tengjast málinu.
Eins og margar af spaghetti-vestrunum sem fylgdu vinsældum A Fistful of Dollars, varð Django geisivinsæll í Evrópu og græddi vel. Hún var hins vegar bönnuð í Bretlandi, og nokkura öðrum löndum, vegna grófs og myndræns ofbeldis. Þrátt fyrir grimmdina þá er ofbeldið í stíl teiknimynda og myndin í raun stútfull af kímni svo sem ýktum persónum og hegðunum þeirra. Einnig segir Corbucci að finna megi pólitískar nálganir og hin augljósasta þá að Django líkar EKKI við kynþáttahatara.
Django er “byltingarvestri” og beitir sér fyrir pólitískum málum og notar til þess vísanir í byltinguna í mexikó 1913. Corbucci eins og nafni sinn Leone (A Fistful of Dollars) gerði frekari “byltingarvestra” og má þar nefna Il grande silenzio frá 1968, Il mercernario frá 1968 og vamos a matar, compañeros frá 1970.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli