laugardagur, nóvember 18, 2006


Man Bites Dog (C’est Arrivé Pres de Chez Vous, Rémy Belvaux, André Bonzel og Benoit Poelvoorde; Belgía, 1992)

Ef franskur titill myndarinnar er þýddur verður hann “Gerðist nálægt þér”, sem undirstrikar hve hversdagslega frásögn myndarinnar er framsett. En sagan, og framkvæmdin, eru allt annað en hefðbundin.

Myndin fjallar um unga kvikmyndagerðarmenn, André og Rémy, sem byrja að taka Cinema Verité heimildarmynd um morðingjann Ben. Hann er skemmtilegur og heimspekilega þenkjandi maður sem fremur nokkur morð mánaðarlega fyrir salti í grautinn og öðrum þörfum. Þegar André og Rémy verða uppiskroppa með peninga ákvaður Ben að fjármagna myndina með eigin peningum, sem eru allir fengnir frá fórnarlömbum hans.

Það er þessi afar svarti húmor og hvassa háðsádeila sem einkennir Man Bites Dog og varð þess valdandi að hún sló eftirminnilega í gegn og varð harkalega umdeild þegar hún kom út. Hún tekur harkalega á ábyrgð fjölmiðla og samsekt áhorfandans og er ekki síst árás á áhorfandann, sem verður rækilega meðsekur í grófum ofbeldisverkum aðalpersónunnar, rétt eins og ungu kvikmyndagerðarmennirnir.

Engin ummæli: