fimmtudagur, febrúar 22, 2007



The With a Movie Camera (Dziga Vertov, 1929, Sovíetríkin)

Eins og kemur fram í titli myndarinnar þá er miðillinn sjálfur stjarna myndarinnar. Hún skoðar hversdagslífið á upphafsárum sovíetríkjanna ásamt því að skoða kvikmyndagerð með tilraunum með myndfléttu. Gifting, skilnaður, fæðing, dauði, vinna, leikur, svefn, drikkja, samgöngur og iðnaður er myndaður er vélin kannar mannleg samskipti um leið og að vera handbók um kvikmyndatækni.

„Life caught unawares“ sagði leikstjórinn um mynd sína og er sú setning sniðin fyrir þá fallega og óþvinguða myndefni tekið af borgurum að störfum við sitt daglega brauð. Ást Vertovs á vélrænu eðli umhverfisins er fagnað í notkun hans á myndfléttuklippingu. Þróun vélarinnar er sýnd með myndfléttum frá talnagrind til peningakassa og í mismuninum á kona að sauma og saumvél. Myndin fylgir ekki línulögðum söguþræði og er í raun virðingarvottur á kvikmyndagerði eins og hún leggur sig.

Dziga Vertov hóf ferill sinn í kvikmyndagerð með tökum á fréttaskotum fyrir ríkið af rauða hernum í borgaruppreisninni. Hann var einn af upphafsmönnum montage-hreyfingarinnar og meðlimur í hóp er kallaði sig Kino-glaz (Bíó-auga). Þessi mynd er talinn vera ein sú tilfinningaríkasta, kómíska og mest fræðandi á sögu þessa tíma, þeirra mynda sem gerðar voru í Rússlandi þessa tíma. Vertov, náði ekki að aðlaga sig sósíalískum raunveruleika og ferill hans fljótt dvínaði.
Häxan (Benjamin Christersen, 1923, Danmörk/Svíþjóð)

Hefðbundna sögu er erfitt að finna í kvikmyndinni Häxan , en hún er byggð upp með skiptingu í þrjá kafla. Sá fyrsti kynnir skoðanir miðaldamenninga á útlit djöfla og norna, annar sýnir með röð stuttra atriða hjátrú, sögusagnir og skoðanir miðaldasamfélagsins á göldrum og nornum, sá þriðji er löng saga konu sem er ásökuð um galdra af fjölskyldu deyjandi manns og sýnir misskilning og vanþekkingu á geðsjúkdómum tengingu þeirra við galdra.

Það er nánast ómögulegt að skilgreina Häxan í sérstaka kvikmyndahefð, nema hugsanlega framúrstefnu. Hún er oft stimpluð heimildarmynd en aftur á móti notar hún mismunandi kvikmyndalegar nálganir til að sýna viðfangsefni sitt, galdra og djöfladýrkun frá forn Persíu til nútíma myndarinnar, og brýtur og beygir reglur heimildarmyndarinnar. Í sviðsettum atriðum sýnir leikstjórinn áhorfendurm allar þær skelfilegu ímyndir sem hann gat grafið upp úr sögulegum heimildum sínum og blandar hann oft staðreyndum við tilbúning. Og þar sem heimildarmyndin var ekki skilmerkilega skilgreind á þeim tíma er myndin var gerð þá er hún jafnvel enn óskilgreinanlegri í ákveðna kvikmyndagrein.

En Häxan stendur á eigin fótum sem sjónrænt hrífandi og ógnvekjandi mynd þar sem næmni Christersen fyrir umhverfi (mise en scene) skapar drunga með ógnvekjandi undirtón í lýsingu, leikmunum og sviðsetningu. Áhrifa myndarinnar gætir í kvikmyndum á borð við Texas Chainsaw Murderer (1974) þar sem leikmunir og bakgrunnur umlykja áhorfandann möguleikanum á ofbeldi en einnig er myndin fyrirrennari andsetningarmynda eins og The Exorcist (1973).

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Peeping Tom (Michael Powell, 1960, UK)


Mark Lewis var sem ungur drengur látinn taka þátt í furðulegum tilraunum föðurs síns, sem var sálfræðingur, á hræðslu. Nú fullorðinn, vinnur Mark sem aðstoðamaður við kvikmyndatökur að degi til, tekur ljósmyndir af stúlkum á kvöldin og eftir myrkur er hann raðmorðingi.

Þrátt fyrir að þessi mynd sé í dag talin ein af meistaraverkum breskrar kvikmyndagerðar, þá var hún grafin af gagnrýnendum þegar hún kom út. Það sem sló gagnrýnendur þá var hugvitssöm notkun kvikmyndavélarinnar til að saknema áhorfendur fyrir óeðlilega sjónnautn (scoptophilia). Myndin skoðar einnig kvikmyndagerð þar sem Mark tekur upp öll morð sín. Það sem gefur þessari skoðun enn meiri vídd er það að Powell sjálfur leikur föður Marks og er því beinn valdur að því sem við horfum á sem leikstóri og persóna. Myndin var gefin út tveimur mánuðum áður en Psycho kom út og er það merkilegt því báðar sína morðingja sína sem aunkunarverða persónu en óálitlega.

Michael Powell er mögulega þekktari fyrir samstarf sitt með Emeric Pressburger þar sem þeir gerðui fjöldamargar myndir saman. Þeir gerður myndir úr mörgum greinum og má þá helst nefna The Thief of Bagdad, The Life and Death of Colonel Blimp, The Red Shoes og A Matter of Life and Death (og sú síðasta verður á dagskrá okkar síðar á vorönn). Powell var lengi dæmdur sem sérvitur áhugamaður ævintýra en síðar enduruppgötvaður af öðrum leiksjtórum svo sem Martin Scorsese (Powell giftist síðar Thelmu Schoonmaker sem er klippir flestar mynda Scorsese).
M (Fritz Lang, 1931, Þýskalandi)

Undirtitill myndar Fritz Lang útleggst sem Borg Leitar að Morðingja (Ein Stadt sucht einen Mörder), til að byrja með sjáum við morðingjann ekki en nærvera hans er mögnuð upp með áráttukenndu flauti á Hall of the Mountain King eftir Edvard Grieg. Myndin segir frá skelfingu lostnum íbúum borgar sem hefur orðið fyrir barðinu á barnafjöldamorðingja og einingu þeirra við að handsama hann. Lögreglan er með góðar gætur á götunni þar sem skelfing íbúanna verður til þess að hver sem gefur sig á tal við ókunnugt barn er ákærður sem morðinginn. Skipulögð glæpastarfsemi lendir í lamasessi vegna aukinnar löggæslu og skipuleggja glæpaforingjarnir meira að segja leit að morðingjanum. Þeir nota flækinga og útigangsmenn til að hafa auga með götum borgarinnar og láta vita af allri einkennilegri hegðun sem þeir verða varir við. Borgin er sameinuð í leit að morðingjanum en greinir á um refsinguna, skelfingu lostnir borgararnir vilja hefnd án laga, á meðan lögreglan vill réttarhöld. Eini sannleikurinn er að morðinginn er merktur með hvítu M.

Myndin var gerð undir lok Weimar lýðveldisins í Þýskalandi og sýnir, rétt eins og fyrri mynd Langs, Metropolis, skiptingu borgarinnar milli ríkra og fátækra, yfir- og undirheimanna sem eru neyddir til að komast að samkomulagi. Hún endurspeglar vel efnahagslega misskiptingu og þá miklu fátækt sem var í Þýskalandi á þessum tíma. Myndin var gerð í upphafi hljóðmyndanna, þar sem þróun á hljóði í kvikmyndum var afar misjöfn. Í Evrópu gerðu menn tilraunir með hljóð sem spennumagnara á meðan áherslan í Ameríku (Hollywood) var lögð á söngatriði og tónlist. Í M er flaut morðingjans notað til að magna upp spennu, og ásamt skotum af yfirgefnum bolta eða týndri blöðru þá gefur það afar skelfilega sýn á morðin án þess að sýna meira.

Fritz Lang telst einn af leikstjórum þýska expressionismans á 3. áratugnum og mynd hans Metropolis, sem gekk illa þegar hún kom út, er nú talin eitt af meistaverkum þögla tímabilsins, ásamt öðrum myndum hans, m.a.: Die Niebelungen, Dr Mabuse og Spione. Samkvæmt Lang þá var honum boðið að gerast leikstjóri Þriðja ríkisins, en hann hafnaði því, Leni Riefenstahl tók hins vegar tilboðinu, en Lang fluttist til Bandaríkjanna og hélt áfram farsælum ferli sínum þar.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Faster Pussycat! Kill! Kill! (Russ Meyer, 1965, US)

Þrjár íturvaxnar og ofbeldisfullar spyrnuelskandi kvenkynst aðalhetjur leita sér nýrra miða í lífinu svo þær snúa sé að morði og mannsráni. Eftir að hafa myrt spyrnukeppanda og tekið kærustu hans gíslingu flýja þær til eyðilendis Ameríku og lenda á gömlum bóndabæ. Þar búa bóndi og þroskahefti sonur hans „grænmeti“ og tríóið gera heimili þeirra að griðastað sínum meðan þær leita að lífseyri bóndans.

Meyer, hinn nýungagjarni hasarleikstjóri og þekktsti brjóstamaður Bandaríkjanna, gerði myndir á sjöunda áratugnum myndir sem nýttu kynlíf í gróðaskyni en sagði einnig að naktar stúkur gætu ef til vill verið skemmtilegar. Myndin er gróf og ruddaleg en þó hún viðri um sig í erótísku andrúmsloft þá er engin nekt líkt og í fyrri verkum hans. Myndin er einnig nánast áratug á undan myndum svo sem Deliverance, The Hills Have Eyes og The Texas Chain Saw Massacre við að nota mynni skrítnu eyðibýlis fjölskyldunnar.

Þótt myndin sé gerði í gróðrastarfsemi í „grindhouse“ hefðinni þá hefur kynjapólitíkin í henni verið endurskoðuð á seinni árum og lítt klædda tríóið hafa að bera ósveigjanlega „girl-power“ viðhorf sem eru forfari kvenhetja Tarantino.
Cleo from 5 to 7 (Agnés Varda, 1962, Frakkland/Ítalía)

Framagóð frönsk söngkona, Cléo, (Corinne Marchand), vafrar um stræti Parísarborgar, er hún bíður eftir niðurstöðu læknisrannsóknar. Hún hittir ungan hermann og finnur óvænt innilegt samband og endurheimtir vonina. Myndin gerist á rauntíma milli 5 og 7 þessa örlagaríka eftirmiðdags í lífi Cleo. Hún líður með miklum þokka þar sem hún leiðir frá sér sterkar tilfinningar er myndin hægt og rólega brýtur niður andlit aðalpersónunnar og fegurð hennar.

Áður en Agnés hóf kvikmyndagerð starfaði hún sem ljósmyndari og ferðaðist víðsvegar um heiminn. Myndin er í raun röð fjótandi ljósmynda frekar en heilstætt verk. Agnés notar tækni frá cinema vérite til að ná fram útliti heimildarmyndar, þar sem viðhorf Cléo á heiminum er tjáð áhorfendum með vélinni.

Myndin stígur skref í átt að feminisma áður en hugtakið var í raun og veru til, og skoðar hræðslu konu á að missa fegurð sína og síðan í raun sannleika fegurð hennar. Molly Haskell útskýrir þetta vel í ritgerð sinni um myndina; „Varda málar varanlega andlitsmynd af þróun konu frá grunnhyggri og hjátrúarfullri barnkonu í manneskju sem getur fundið fyrir og tjáð áfall sitt og angist og að lokum samúð. Í ferlinu, notar leikstjórinn leikna vel fíkn myndavélarinnar á andliti fallegrar konu til að skoða afleiðingar þessarar hrifningar – okkar á þeim“.