Cleo from 5 to 7 (Agnés Varda, 1962, Frakkland/Ítalía)
Framagóð frönsk söngkona, Cléo, (Corinne Marchand), vafrar um stræti Parísarborgar, er hún bíður eftir niðurstöðu læknisrannsóknar. Hún hittir ungan hermann og finnur óvænt innilegt samband og endurheimtir vonina. Myndin gerist á rauntíma milli 5 og 7 þessa örlagaríka eftirmiðdags í lífi Cleo. Hún líður með miklum þokka þar sem hún leiðir frá sér sterkar tilfinningar er myndin hægt og rólega brýtur niður andlit aðalpersónunnar og fegurð hennar.
Áður en Agnés hóf kvikmyndagerð starfaði hún sem ljósmyndari og ferðaðist víðsvegar um heiminn. Myndin er í raun röð fjótandi ljósmynda frekar en heilstætt verk. Agnés notar tækni frá cinema vérite til að ná fram útliti heimildarmyndar, þar sem viðhorf Cléo á heiminum er tjáð áhorfendum með vélinni.
Myndin stígur skref í átt að feminisma áður en hugtakið var í raun og veru til, og skoðar hræðslu konu á að missa fegurð sína og síðan í raun sannleika fegurð hennar. Molly Haskell útskýrir þetta vel í ritgerð sinni um myndina; „Varda málar varanlega andlitsmynd af þróun konu frá grunnhyggri og hjátrúarfullri barnkonu í manneskju sem getur fundið fyrir og tjáð áfall sitt og angist og að lokum samúð. Í ferlinu, notar leikstjórinn leikna vel fíkn myndavélarinnar á andliti fallegrar konu til að skoða afleiðingar þessarar hrifningar – okkar á þeim“.
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli