miðvikudagur, janúar 31, 2007

Z (Costa-Gavras, 1969, Alería/Frakkland)

Vinstrisinnaður stjórnmálamaður (Yves Montand) fyrir ríkisandstöðuna á Grikklandi er myrtur og rannsóknarmaður saksóknara (Jean-Louis Trintignant) lendir fjótt í lokuðum húsasundum. Á sama tíma og hann reynir að nálgast sannleikann eru menn innan ríkistjórnarinnar ekki aðeins hilma yfir þátttöku sinni í morðinu heldur einnig að láta líta út fyrir að morðið hafi aldrei átt sér stað.

Myndin er byggð á raunverulegum atbruðum sem hófust þegar Gregorios Lambrakis, meðlimur í andstöðuflokk í Grikklandi, lenti í “bílslysi” 22. maí 1963 sem leiddi til dauð hans. Slysið virtist gruggugt og var rannsókn sett í gang til að jkdsgfs um að slys var að ræða, en kom í ljós að Lambrakis var í raun og veru myrtur af hægrisinnaðri stofnun. Menn innan ríkisstjórnarinna og hersins voru sakaðir en síðar sýknaðir meðan þeir sem sáu um að myrða Lambrakis voru dæmdir.

Myndin náði vinsældum um heim allan sem var óvenjulegt fyrir svo pólitíska mynd. Hún var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu mynd, leikstjórn og handtir og vann fyrir klippingu og bestur erlendu mynd.

Engin ummæli: