miðvikudagur, janúar 31, 2007

Manchurian Candidate (John Frankenheimer, 1962, USA)

Marco Bennet (Frank Sinatra) vaknar, nótt eftir nótt, í svitakófi við sömu martröðina. Í martröðinni upplifir hann leiðangur úr Kóreustríðinu en hún stangast á við minningar hans. Bennet kemst að því að félagi hans úr stríðinu fær sömu martröðina og virðast þær miðast kringum annan félaga þeirra, Raymond Shaw (Laurence Harvey). Shaw fékk heiðursorðu fyrir hugrekki því samkvæmt allri hersveitinni á hann að hafa bjargað henni frá árás í umtöluðum leiðangri. Bennet grunar að minningar sínar um hetjudáð Shaw séu rangar og að hann og sveit sín hafi verið dáleidd af kommúnistum til að vinna gegn ríkisstjórninni og að Shaw sé megin verkfærið.

Manchurian Candidate er kaldastríðs þrillir sem gerist 1952 þegar ógn og hræðsla við kommúnisma er í hámarki. Milli 1950 og 1953 leitaði þingmaðurinn Joseph McCarthy uppi kommúnista innan fjölmiðla og stofanna, sakaði og dæmdi, hvort sem sannanir voru eður ei. Myndin fer jafnvel lengra til að sýna hræðsluna, þar sem ýmsir atburðir í frá þessum tíma í Bandaríkjunum eru notaðir og þingmaðurinn John Islin (James Gregory) er repúblikani sem svipar til McCarthy.

Engin ummæli: