fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Peeping Tom (Michael Powell, 1960, UK)


Mark Lewis var sem ungur drengur látinn taka þátt í furðulegum tilraunum föðurs síns, sem var sálfræðingur, á hræðslu. Nú fullorðinn, vinnur Mark sem aðstoðamaður við kvikmyndatökur að degi til, tekur ljósmyndir af stúlkum á kvöldin og eftir myrkur er hann raðmorðingi.

Þrátt fyrir að þessi mynd sé í dag talin ein af meistaraverkum breskrar kvikmyndagerðar, þá var hún grafin af gagnrýnendum þegar hún kom út. Það sem sló gagnrýnendur þá var hugvitssöm notkun kvikmyndavélarinnar til að saknema áhorfendur fyrir óeðlilega sjónnautn (scoptophilia). Myndin skoðar einnig kvikmyndagerð þar sem Mark tekur upp öll morð sín. Það sem gefur þessari skoðun enn meiri vídd er það að Powell sjálfur leikur föður Marks og er því beinn valdur að því sem við horfum á sem leikstóri og persóna. Myndin var gefin út tveimur mánuðum áður en Psycho kom út og er það merkilegt því báðar sína morðingja sína sem aunkunarverða persónu en óálitlega.

Michael Powell er mögulega þekktari fyrir samstarf sitt með Emeric Pressburger þar sem þeir gerðui fjöldamargar myndir saman. Þeir gerður myndir úr mörgum greinum og má þá helst nefna The Thief of Bagdad, The Life and Death of Colonel Blimp, The Red Shoes og A Matter of Life and Death (og sú síðasta verður á dagskrá okkar síðar á vorönn). Powell var lengi dæmdur sem sérvitur áhugamaður ævintýra en síðar enduruppgötvaður af öðrum leiksjtórum svo sem Martin Scorsese (Powell giftist síðar Thelmu Schoonmaker sem er klippir flestar mynda Scorsese).

Engin ummæli: