föstudagur, september 22, 2006

The Discreet Charm of the Bourgoisie (Luis Buñuel, Frakkland/Ítalía/Spánn, 1972)

Sex góðborgarar ætla sér að borða saman og tekst það ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þau eru trufluð, leidd frá eða drukkna í eigin heimi í atburðaröð sem lýsir persónum þeirra, stétt og ódauðleika smáborgarans í súrrealíska meistaraverki, þar sem mörk veruleika og drauma og jafnvel drauma innan drauma verða fljótt ógreinileg.

Þetta er ein af síðustu myndum Buñuel, sem meira er um að segja en hægt er í þessari færslu. Hann var meðlimur í hinni upprunalegu súrrealistahreyfingu og hélt tryggð við stefnuna allan sinn feril. Hann heldur áfram árásum sínum á smáborgara, nautnahyggju og kirkjuna. Leikhópurinn er afar góður og sögusviðið er snilldarlega uppbyggt.

Myndin fékk á sínum tíma óskarsverðlaun sem besta erlenda mynd. Buñuel gerði allt vitlaust í Hollywood þegar blaðamaður spurði hann hvort hélt að hann myndi vinna verðlaunin. Hann sagði að hann hefði borgað nauðsynlegar mútur til þess og hvað sem annað mætti segja um Bandaríkjamenn, væru þeir í það minnsta orðheldnir.
Kind Hearts and Coronets (Robert Hamer, England, 1949)

Átta manneskjur standa í vegi fyrir því að Louis Mazzini verði hertoginn af Ascoyne. Því ákveður hann losa við þau öll. Í þessari ódauðlegu og bleksvörtu gamanmynd er spjótunum beint að breska stétterkerfinu og að hræsni aðalsætta.

Myndin er sérstaklega þekkt fyrir það að Alec Guinness leikur alla átta meðlimi d'Ascoyne ættarinnar, en ekki má gleyma Dennis Price í hlutverki Louis Mazzini. Myndatakan er í höndum Douglas Slocombe sem síðar varð risi á sínu sviði, t.d. Indiana Jones myndirnar.

1949 var einstaklega gott ár hjá Ealing stúdíóinu. Fyrir utan Kind Hearts and Coronets gáfu þeir einnig út Whisky Galore! og Passport to Pimlico, báðar klassískar.

mánudagur, september 18, 2006

Throne of blood (Akira Kurosawa, 1957)

Myndin er staðfærsla á Shakespeare verkinu Macbeth. Hún er fyrsta af þremur myndum Kurosawa eftir leikverkum Shakespeare (hinar eru: The Bad Sleep Well byggð á Hamlet og Ran byggð á Lé konungi). Myndin þykir almennt bera af í kvikmyndauppfærslum á Macbeth og Shakespeare yfirleitt.
Söguþráðurinn er einfaldaður lítillega og nokkrum persónum eytt út, það er í raun merkilegt hversu auðveldlega tekst til með að staðfæra verkið til Japans á miðöldum. Kurosawa beitir víðkunnum stílbrögðum sínum. Hann setur tíma sögunnar mjög vel upp m.a. með stílfærðum búningum og leikmyndum. Myndatakan er eins og í öðrum myndum hans glæsileg og má þar sérstaklega benda á hasarsenur og linsunotkun. Eins og í mörgum öðrum myndum sínum notar hann veður sem frásagnartæki. Í Jidai-geki (sögulegum myndum) sínum lætur hann leikarana leika í noh stíl sem var leikhús yfirstéttanna í Japan til forna. Þess vegna finnst mörgum leikur í samurai-myndum vera ýktur, en er í raun bara leikstíll.
Aðalhlutverkið, Washizu, leikur Toshiro Mifune sem var uppáhaldsleikari Kurosawa og þeir störfuðu saman í nærri 20 ár í einu gjöfulasta samstarfi milli leikstjóra og leikara sem minnir t.d. á samstarf Scorsese og De Niro. Throne of blood nær dramatísku hámarki í lokakaflanum í víðfrægri (og stórhættulegri) örvasenu. Þessi sena segir margt um raunsæisáráttu Kurosawa og hugrekki Mifune.
Úr myndinni má lesa áleitnar vangaveltur um eðli góðs og ills og hvað rekur annars heiðvirðan mann til illverka, og hvernig örlög geta eyðilagt heiðursmann. Þegar höfð er í huga nálægð myndarinnar við seinni heimstyrjöldina er hægt að ímynda sér Washizu sem persónu sem á skilið samúð, ekki að maður sjái hann sem illmenni. Myndin hefur svartsýna heimsmynd þar sem fólk er gjarnt til sjálfseyðileggingar. Það sýnir mikinn styrk Kurosawa að hann getur falið þennan efnivið inn í ævintýramynd.

kinofíll ráðleggur:

Akira Kurosawa:
Drunken Angel (1948)
Stray Dog (1949)
Rashomon (1950)
Scandal (1950)
The Idiot (1951)
Ikiru (1952)
Seven Samurai (1954)
I Live in Fear (1956)
The lower depths (1957)
The Hidden fortress (1958)
The bad sleep well (1960)
Yoijimbo (1961)
Sanjuro (1962)
High and low (1963)
Red beard (1965)
Dodes´ka-den (1970)
Derzu Uzala (1974)
Kagemusha (1980)
Ran (1985)

Toshiro Mifune:
Allar að ofan, til og með Red Beard, utan Ikiru
The Life of O-Haru (1952)
Miyamoto Musashi (1954)
The Sword of doom (1966)
(Samurai) Rebellion (1967)
Hell in the Pacific (1968)

Masaki Kobayashi:
Harakiri (1962)
Kwaidan (1964)

Samuræjamyndir:
47 Ronin (1941-42)
Shogun assassin (1980)
Zatoichi (1963)
Zatoichi (2002)
Zatoichi meets Yoijimbo (1965)
Ghost dog: the way of the samurai (1999)
The Twilight Samurai (2002)

Shakespeare:
Hamlet (Olivier)
Henry V (Olivier)
Henry V (Branagh)
Macbeth (Polanski)
Macbeth (Welles)
Othello (Welles)
Richard III (Olivier)
Chimes at midnight (Welles, 1964)
Forbidden Planet (1956)
Rosencrantz & Guildenstern- are dead (1990)
Shakespeare in love (1998)
West side story (1961)
Romeo + Juliet (1997)


The Killer (John Woo, 1989)

Myndin er tileinkuð Martin Scorsese og er klárlega innblásin af Le Samurai (1967) eftir Jean-Pierre Melville. Melville er í miklu uppáhaldi Woo og er mikið um vísanir í verk hans í myndum Woo. Fleiri áhrifavalda kennir einnig í the Killer, sem dæmi má nefna Sam Peckinpah (Wild Bunch), Don Siegel (Dirty Harry) og Walter Hill (The Driver) og jafnvel, merkilegt nokk, í melódrömu Douglas Sirk. Titill myndarinnar á kantónsku er blóðsúthellingar tveggja hetja sem má vera meira lýsandi en umtalsvert ógirnilegri titill.

John Woo og Chow Yun-Fat höfðu ásamt framleiðandanum Tsui Hark áður gert “byssó” hasarmynd (hin ágæta A Better Tomorrow) en hér var um algjörlega annan hlut að ræða. Þetta var að miklu leiti í fyrsta skipti þar sem djúp persónusköpun er notuð í mynd af þessu tagi, auk þess er myndin í raun melódrama í hasarmyndarbúningi. Hér á stóran þátt sú staðreynd að vinsælustu myndir leikstjórans áður voru gjarnan gamanmyndir og stjarnan hafði lengst af starfað í sjónvarpi og rómanstíkum myndum.

Sjónræn stílbrögð eru mjög einkennandi fyrir myndir John Woo og eru vel þekkt enda hefur þeim bókstaflega verið rænt af mörgum, mörgum öðrum og eru orðin standard í hasarmyndum í dag. Því er kannski erfiðara að meta hversu byltingakenndur þessi stíll var á sínum tíma. Þó er enginn sem notar þennan stíl markvissar eða betur en hann sjálfur. Stíllin er auðþekkjanlegur, hægmyndir, öfgakenndar bardagasenur, litanotkun, sviðsmyndir og notkun á rými. Stíll hans að öðru leiti er einnig mjög einkennandi. John Woo er kristinn og hefur sterkar trúarskoðanir. Það er mikill (beinn og óbeinn) trúarlegur symbolismi í myndinni. Hann hefur lítinn áhuga á raunsæislegri framsetningu bardaga- og dramasena en er þeim mun meira fyrir óperukennda framsetningu. En fátt er honum meira umhugað um en samskipti milli karlmanna (oft andstæðupör) og heiður, sem er mjög ríkt mótíf í verkum hans. Margir vilja lesa sambandið milli aðalpersónanna sem samkynhneigt, en aðrir sem samband byggt á heiðri. Myndin og vangaveltur hennar um heiður minna töluvert á klassískar samúræjamyndir.
Myndin gekk gríðarlega vel víðs vegar um heim og ól af sér nýtt form af hasarmynd sem margir hafa síðar tileinkað sér. Má þar benda á þá félaga Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Bæði John Woo og Chow Yun-Fat hafa flutt til Hollywood en að okkar dómi ekki enn náð sömu víddum og í Hong Kong.

Kinofíll ráðleggur:

John Woo
A Better Tomorrow (1986)
Bullet in the Head (1990)
Hard Boiled (1992)
Face/off (1998)

Chow Yun-Fat
A Better Tomorrow (1986)
City on Fire (1987)
Hard Boiled (1992)
Anna & the King (1999)
Crouching Tiger, Hidden Dragon (2000)

Jean-Pierre Melville
Bob Le Flambeur (1955)
Le Samurai (1967)
Le Cercle Rouge (1970)
Un Flic (1972)

Martin Scorsese
Mean Streets (1973)
Taxi Driver (1976)

Sam Peckinpah
Ride the High Country (1962)
The Wild Bunch (1969)
Pat Garrett and Billy the Kid (1973)
Cross of Iron (1977)

Walter Hill
The Driver (1978)
48 hours (1982)

Don Siegel
The Killers (1964)
Dirty Harry (1971)

Douglas Sirk
All that Heaven Allows (1956)
Written in the Wind (1956)
Imitation of Life (1959)

Quentin Tarantino
Reservoir Dogs (1992)
Pulp Fiction (1994)
True Romance (1993, handrit)
Jackie Brown (1997)
Kill Bill vol. 1 (2003)
Kill Bill vol. 2 (2004)

Robert Rodrigeuz
El Mariachi (1992)
Desperado (1995)
Once upon a Time in Mexico (2003)
Sin City (2005)

föstudagur, september 15, 2006


Dagskrá


19. september – Hasar-/Ævintýramyndir

The Killer (John Woo, 1989)

Throne of Blood (Akira Kurosawa, 1957)

26. september – Gamanmyndir

The Discreet Charm of the Bourgeoisie (Luis Buñuel, 1972)

Kind Hearts and Coronets (Robert Hamer, 1949)

10. október – Dans, söng og tónlistarmyndir

The Umbrellas of Cherburg (Jaques Demy, 1964)

Gimme Shelter (Albert Maysles, 1970)

17. október - Glæponamyndir

Branded to Kill (Seijun Suzuki, 1967)

Rififi (Jules Dassin, 1955)

24. október - Stríðsmyndir

Áróðursteiknimyndir frá Disney

San Pietro (John Huston, 1945)

Come and See (Elem Klimov, 1985)

31. október - Hrollvekjumyndir

Suspiria (Dario Argento, 1977)

Nosferatu (F. W. Murnau, 1922)

6. nóvember (Mánudagur)- Heimildarmynd

Hoop dreams (Steve James, 1994)

14. nóvember - Vestrar

Johnny Guitar (Nicholas Ray, 1954)

Django (Sergio Corbucci, 1966)

21. nóvember - Sviðsett heimildarmynd

Man bites dog (Rémy Belvaux, 1992)

Cannibal Holocaust (Ruggero Deodato, 1980)

28. nóvember - Rómantík/Melódrama

L´Atalante (Jean Vigo, 1934)

In the Mood for Love (Wong Kar-Wai, 2000)