Myndin gerist í frönskum heimavistarskóla og segir frá lífi hinna ungu nemenda þar. Líf þeirra er dapurt, leiðigjarnt og þeir virtir sem fangar í augum kennaranna, en það er ráðabrugg í skipulagningu og bylting í augsýn.
Undirtitill myndarinnar, „Young Devils at College“ er mögulega meira lýsandi og í takt við það viðhorf sem haft er á þessum „ungu djöflum“. Myndin er hliðholl börnum fyrir utan einn kennara sem gantast í tímum og teiknar myndasögu sem lifnar svo við. Aðrar fullorðnar persónur eru viðurtstyggilegir, „bourgeois“ útlítandi og má nefna dvergvaxna skólastjórann og viðbjóðslega offeita vísindakennarann. Myndin gerir tilraunir með hæga myndspilun (e. slow-motion), teiknimyndun og gabb myndatöku (e. trick photography) og þá tilraunakvikmyndagerð í ætt við Buñuel og René Clair. Vigo á einnig að hafa fundiið upp „fiskabúrsskotið“, sem eflir innilokunarkennd rýmis þar sem furðulegar sýnir eru framleiddar úr hverju horni.
Myndin var bönnuð þar til 1945 af kvikmyndaskoðun Frakklands, ellefu árum eftir dauða leikstjóra síns. Vigo var aðeins 29 ára gamall er hann lést árið 1934 úr berklum og skildi aðeins fjörgur kvikmyndaverk eftir sig. Árið 1929 fékk hann lánaða peninga til að kaupa tökuvél og gerði sína fyrstu mynd, Á Propos de Nice (1930), með hjálp Boris Kaufman (yngri bróður Dziga Vertov). Hans annað verk var Taris, roi de l´eau (1931) og síðan Zeró de Conduite. Hans síðasta verk var L´Atalante (sem kinofíll sýndi fyrir áramót) kom út 12. september 1934, innan við mánuði áður en Vigo lést um aldur fram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli