fimmtudagur, mars 01, 2007

The Firemen´s Ball (Horí ma Panenko, Milos Forman, 1967, Tékkoslóvakia)

Í smáþorpi nokkru í Tékkoslóvakíu er verið að skipuleggja árlegt hóf slökkvuliðsmannanna, tombóla sett saman og vinningum safnað, haldnar eru prufur fyrir fegurðarsamkeppni og sigurvegarinn mun veita 86 ára forseta nefndarinnar gullexi fyrir starf sitt. Lífið og ófyrirsjáanlegar aðstæður sjá hins vegar til þess að ekkert gerist eins og skal. Tombóluvinningarnir hverfa sporlaust hver á fætur öðrum, skipulagsnefndin, sem finnur aðeins feimnar stúlkur og grimmar mæður, hefst við að ræna stúlkum hvort sem þær eru fríðar eður ei og aldni forsetinn, sem þráir að komast á klósettið er látinn bíða og bíða.

Myndin sem er skrifuð af Milos Forman, Jaroslav Papousek og Ivan Passer og er byggð á raunverulegu hófi slökkvuliðsmanna sem þeir fóru á. Samkvæmt Forman: „Það sem við sáum var svo mikil martröð að við hættum ekki að ræða það þar til næsta morguns. Svo við yfigáfum það sem við vorum að skrifa og hófum skrif á þessu handriti“. Myndin sýnir gríðarmikla meðvitund á sovétsku samfélagi og er ekki erfitt að greina viðhorf hennar sem pólitísk táknsaga, samt sem áður þá hefur Forman ætíð haldið því fram að myndin hefur engin „falin tákn né tvöfalda merkingu“. Myndinn var tekin upp á bænum Vrchlabí og notaðir áhugamannaleikarar þaðan, hún var fullkláruð 1967 en geymd í hillu í ár síðan sýnd í þrjár vikur áður en hún var bönnuð og aldrei framar sýnd í kommúniskri Tékkoslovakíu.

Forman flutti stuttu síðar til Bandaríkjanna þar sem hann hélt áfram kvikmyndagerð og gerir enn. Hans þekktustu verk eru One Flew Over the Cockoo´s Nest, Amadeus og The Man on the Moon.

Engin ummæli: