Harakiri (Seppuku, Masaki Kobayashi, 1962, Japan)
Samúræi bankar upp á hjá aðalsmanni og útskýrir að hann sé húsbóndalaus, kominn á vonarvöl og óskar eftir að fá að svipta sig lífi á samúræamátann á landi aðalsmannsins. Eftir ítrekaðar tilraunir til að telja hann ofan af þessu, meðal annars með frásögn af öðrum samúræa sem óskaði hins sama og vegna grunsemda um að samúræinn sé aðeins að reyna nota samúð til að betla, samþykkja þeir kröfu hans. Meðan á undirbúningur athafnarinnar stendur yfir hefur samúræinn að segja sögu sína og það hleðst á grunsemdir aðalsmannsins og manna hans að ýmislegt fleira búi undir.
Frásögnin er afar hæg og byggir mikið á endurtekningum, en á þann hátt byggir myndin upp gríðarlega spennu og togstreitu og er aldrei langdreginn eða leiðinleg. Umfjöllunarefni Harakiri er hræsni. Hún ræðst heiftarlega á stéttarhyggju og samfélagslegan skort á samkennd og notar fortíðina til að skoða nútímann. Kobayashi er aðeins nýlega enduruppgötvaður á vesturlöndum en gerði nokkrar gríðargóðar og verðlaunaðar myndir, s.s. Samurai Rebellion og Kwaidan. Auk þess er hinn vanmetni og afar góði Tatsyua Nakadai í aðalhlutverkinu.
Harakiri (og raunar flestar myndir Kobayashi) er út í gegn mínímalískt verkt, hún notar mjög takmarkaðar leikmyndir, hreyfingar og hún notar tónlist lítið o.s.frv. en hún notar alla þætti mjög markvisst og því hafa þeir skarpari og skýrari merkingu en í flestum öðrum myndum. Hins vegar notar hún klippingu mjög skýrt til að marka færslu milli tíma, en það er mikið notast við endurlit (flashback). Annar áberandi þáttur eru myndavélarhreyfingar, en Kobayashi er meistari á því sviði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli