laugardagur, janúar 13, 2007

Passenger (Pasazerka, Andrzej Munk, 1963, Pólland)

Myndin fjallar um fyrrverandi fangavörð úr Auschwitz sem af einskærri tiljviljun rekst á fanga úr búðunum. Þegar hún kemur heim segir hún eiginmanni sínum frá fanganum og síðan er sýnd hennar sýn af þeim atburðunum sem gerðust árum áður. Að því loknu eru hinir raunverulegu atburðir sýndir.

Passanger er ekki um raunveruleika einangrunarbúðanna, heldur um þann kraft sem minni fólks hefur til að gera minningar ódauðlegar og afbaka fortíðina. Hún einnig dvelur ekki á þjóðernum fanganna né kúgaranna. Frekar skoðar hún einstaklingana og líf þeirra við þessar erfiðu aðstæður.

Þetta er síðasta mynd Munks þar sem hann lést við tökur hennar 21. september 1961. Hann fæddist í Kraká 1921 og dvaldist þar á uppvaxtarárum sínum. Árið 1940 fluttist hann til Varsjá en vegna gyðungauppruna síns þurfti hann að dveljast undir dulnefni meðan á stríðinu stóð. Hann tók þátt í byltingu Varsjárbúa árið 1944. Skráðist í kvikmyndaskóla 1947 og eftir að hann lauk námi hóf hann vinnu við að gera fréttaskot. Árið 1955 kom fyrsta myndin hans í fullri lengd, The Men of Blue Cross (Belkitny Krzyz). Munk er talinn ásamt Andrzej Wajda og Wojciech Has, sem einn fremsti kvikmyndahöfundur Póllands.

Engin ummæli: