föstudagur, janúar 12, 2007

Night and Fog (Alan Resnais, 1955, Frakkland)

Hér er ekki um að ræða frásagnarmynd um helförina og ekki heldur um að ræða eiginlega heimildarmynd. Myndin hefst á því að svipmyndir frá eyðilögðum og yfirgefnum einangrunarbúðum í Auschwitz teknar 1955 aðeins tíu árum eftir að föngunum sem þau hýstu var hleypt úr prísund sinni. Til skiptis eru sýndar myndir frá búðunum eins og þær lytu út við gerð myndarinn og svo svipmyndir frá þeim tíma sem búðirnar voru byggðar og notarðar í sem hryllilegastan hátt.

Ólíkt mörgum helfarmyndum þá nýtir myndin sér ekki þær ekki tilfinningar sem áhorfendur oftast sína viðfangsefninu. Heldur þá er sögumaður sem dregur úr myndefninu frekar en að upphefja það. Textinn er ljóðrænn og ýtir undir að það sem í raun gerðist væri lýtt sagt með orðum eða túlkað með nokkrum myndum.

Alan Resnais tekur fyrir efni sem enn er sterkt í minni fólks og kemur fyrir í þrjátíu mínútna mynd. Þótt hún stykkli á stóru og leyfi áhorfendum að taka aftstöðu þá stendur vel við hlið heimildamynda svo sem Shoah (Claude Lanzmann, 1985) sem er rúmir níu tímar af viðtölum við fórnalömb einangrunarbúða Nasista.

Engin ummæli: