The Shop on Main Street (Obchod Na Korze, Jan kadar og Elmar Klos, 1965, Tékkoslóvakía)


Myndin hlaut fádæma lof og vann meðal annars óskarsverðlaun sem besta mynd og var Ida Kaminska tilnefnd fyrir bestan leik fyrir hlutverk gömlu konunnar. Myndin var gerð árið 1965 í Sovétríkjunum á hápunkti kommúnískrar stjórnar. Hún endurspeglar vel yfirráð kúgunarstjórnar nasista og samband fólks á tímum þegar gyðingar og aríar áttu ekki að eiga samneyti.
Annar leikstjóri myndarinnar, Jan Kadar, er gyðingur og var sendur í vinnubúðir nasista í Síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er honum verulega hjartfólgin þar sem foreldrar hans og systir dóu öll í Auschwitz, en þrátt fyrir að vera svo nærri efni myndarinnar tekst Kadar að halda sig fjarri dómum og einbeita sér að sambandi aðalpersónanna og vináttu þeirra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli