fimmtudagur, apríl 19, 2007

The Last Wave (Peter Weir, 1977, Ástralía)

David er lögfræðingur, jarðbundinn efahyggjumaður, sem tekur að sér að verja nokkra frumbyggja kærða fyrir morð á öðrum frumbyggja. Þeir virðast hvergi hræddir um líf sitt í höndum réttarkerfis hvíta mannsins en skelfingulostnir samt sem áður. Furðuleg hræðsla þeirra vekur áhuga David og hann síðan steypist inn í dularfullan heim forspá og mýtu.

Last Wave er rannsóknarsaga á grundvelli ragnaraka. Líkt og allar aðrar myndir Peter Weir þá ögrar Last Wave hinum skynsömu mörkum raunveruleikans. Weir segist hafa fengið hugmyndina þegar hann spurði sjálfan sig; „What if someone with a very pragmatic approach to life experienced a premonition?“. Myndin tekst á við torræði innfædda svarta mannsins undir veldi aðflutta hvíta mannsins, sem taka áhættu með að hunsa andleg tengsl frumbyggjanna. Myndin er sjónræn nautn og leikurinn stórkostlegur, alveg frá fölrar en kröftugrar ringlunar Chamberlains til óhagganlegs og rólegs höfðingjans Charlie. Þótt myndin snerti á mörgum pólitískum og andlegum þemum þá neitar myndun manni um nokkra lausn.

Peter Weir er einn þeirra leiktjóra sem mynduðu hina svokölluðu ástralsku nýbylgju ásamt Fred Schepisi, Bruce Beresford og fleirum. Frásagnarefni Weir í myndum sínum er barátta mannsins við sitt eigið umhverfi, eigin sköpuðu örlög og samfélög og sem er hægt að sjá í Picnic at Hanging Rock, Witness, Mosquito Coast og Truman Show.

Engin ummæli: