fimmtudagur, apríl 26, 2007


Eyes Without a Face (Les Yeux Sans Visage, Georges Franju, 1959, Frakkland)

Lýtalæknirinn Dr. Génessier og dóttir hans lenda í árekstri og skaddast hún mikið í andliti. Hann telur sig eiga sök á slysinu og missir vitið. Hann hefst við að ræna stúlkum til að að framkvæma aðgerð og þannig endugera fyrri fegurð dóttur sinnar.

Þessi mynd á margt sameiginlegt með tveimur myndum kinofíls er voru sýndar fyrr á þessu ári. Annars vegar þá vinnur hún með glápþörf og staðsetningu áhofendans í fótsporum morðingjans líkt í Peeping Tom (frá Raðmorðingjakvöldinu). Hins vegar þá höfum við hér kolgeggjaðan lækni með áráttu á fegurð sem minnir óneitanlega á Flesh for Frankenstein (frá hinu geisivinsæla Sæta og Sóðalega kvöldi). Myndin er þó mun meiri blanda hrollvekju og ævintýri. Hún skiptir á milli sadisma og mikillar mildi sem kemur áhorfendanum ónotalega í hugarheim Dr. Génessier. Hún beitir stíl sem minnir á súrrealisma þögla skeiðisins í Frakklandi og er meðvituð um aðrar framústefnugreinar sem og leggur nýjan veg í gerð hrollvekja Kvikmyndatakan er fáguð og vel slípuð og setur ljóðrænan svip á þann óskapnað sem borinn er fyrir áhorfandann, sem þegar á eftitt á erfitt með að dæma verknaðinn út frá sjónarhorni sínu.

Myndin er byggð á skáldsögu Pierre Boileau sem hafði áhrif með verkum sínum á myndir eins og Les Dioboliques og Vertigo. Myndir Georges Franju innihalda ýmsa afar truflandi ramma og má þar nefna sláturhúsið í Le Sang des Betes, flóttinn um hina brennandi akra í La Tete Contre les Murs, yfirvofandi dauða í skógum Therese Desqueyoux ásamt ásýnd Christinu í Eyes Without a Face. Má skoða þessa blöndu Franju hrollvekju og fantasíu sem einskonar martraðasýn á veruleikann og kemur jafnvel fram í heimildarmyndum hans svo sem Hotel des Invalides. Myndin hefur einnig verið titluð, Horror Chamber of Dr. Faustus í dreyfingu vestanhafs.

Engin ummæli: