Flest allir kannast nú við ævintýrið um Fríðu og Dýrið og þá líklegast í útgáfu Disney. Hér tekst Cocteau að gera tillfinningar Fríðu og Dýrsins mun dýpri og eiginlegri og þó að samband þeirra eigi ekki von um að fullkomnast þá er ástin raunveruleg. Engin myndarlegur prins breytir sambandi þeirra til þess betra er Dýrið umbreytist í lokin og Greta Garbo jafnvel hrópaði að lokinni frumsýingu myndarinna „Give me back my beast!“.
Cocteau var vel að sér í listasögu og framúrstefnulistgreinum og má sjá margar vitnanir í málverk eftir listamenn svo sem Fusili og Vermeer í stórkostlegum sviðsmyndum Christian Bérard. Cocteau dróg úr því að tökumaðurinn Alekan notaði tæknilegar tökur og leyfa sviðsmyndinni að njóta sín og við það eflist sá ævintýraheimur sem dreginn er fyrir okkur. Myndinn hefst á orðunum „Once upon a time…“ og er síðan haldið grátbroslegri tilfinningu með barnslegrí sýn á veruleikanum. Skáldið Paul Éluard sagði að til að skilja myndina yrði maður að elska hund sinn meir en bíl sinn.
Jean Cocteau taldi sjálfan sig ávallt vera ljóðskáld en starfaði mikið í öðrum miðlum. Hann meðal annars skrifaði skáldsögur og leiktrit, teiknaði og málaði, leikstýrði kvikmyndum og ballet ásamt því að hanna sviðsmyndir. Hann gerði þríleik þar sem hann skoðar líf listamannsins, Le Sang d'un poète, Le Orphée og Le Testament d'Orphée. Myndinar endurspegla Cocteau sem ljóðskald og færni hans á svið framúrstenfulistum svo sem súrrealisma er með einsdæmum. Hann réð leikarann og ástmann sinn Jean Marais (Dýrið) í margar sinna mynda og hélt engu leyndu um samkynheigð sína og skyggði það ekkert á snildargáfu hans. Þrátt fyrir stutta dvöl í kvikmyndaiðnaðnum þá skyldi hann eftir sig sex kvikmyndir og nokkur handrtit til viðbótar og má þá nefna Les Enfants terribles eftir Jean-Pierre Melville. Cocteau fannst margir ekki meta La Belle et la Bete rétt og skrifaði því svar sem var útgefið með sýningarbæklingnum á frumsýningu myndarinnar í Bandaríkjunum (svarið má finna hér). Hins vegar segir hann næstum áratug síðar í viðtali í Newsweek (16. maí 1955) „Asking an artist to talk about his work is like asking a plant to discuss horticulture.“.
1 ummæli:
lesa allt bloggid, nokkud gott
Skrifa ummæli