fimmtudagur, mars 29, 2007

A Matter of Life and Death (Michael Powell og Emeric Pressburger, 1946, Bretland)

Á leið heim úr sprengjuárás í maí 1945 verður flugvél Peter Carter fyrir tjóni og hrapar. Carter kemur áhöfninni örugglega út í fallhlífum, en ákveður sjálfur að farast með vélinni. Hann sest í flugstjórasætið og tilkynnir flugeftirlitinu stöðuna, honum svarar ung kona sem Carter hrífst svo af að hann ákveður að stökkva úr vélinni til að reyna að bjarga sér. Honum skolar á land og rankar við sér og heldur af stað til að finna konuna í talstöðinni. Á meðan er upplausn í himnaríki, Peter Carter, sem átti að deyja fannst ekki og var þar af leiðandi ekki hægt að enda jarðneska tilveru hans á réttum tíma. Starfsmaður himnaríkis númer 71 er sendur til að tilkynna Carter stöðuna og sækja hann, en þá er hann búinn að finna stúlkuna og orðinn ástfanginn.

Þessi fallega mynd um gildi ástarinnar og hið góða í manninum, var upphaflega ætluð til að bæta samband Bretlands og Bandaríkjanna eftir stríð. Hún endaði hins vegar sem svo mikið meira, himnesk fyndni um lífið. Hún gerist hvort tveggja í svarthvítu himnaríki og á litríkri (technicolor) jörðu og með leikmyndarhönnun Alfred Junge verða skiptingarnar á milli fljótandi og áreynslulausar.

Leikstjórar myndarinnar Michael Powell og Emeric Pressburger áttu í afar farsælu samstarfi í 19 myndum og teljast með mikilvægustu leikstjórum breskrar kvikmyndasögu. Samstarf þeirra var gat meðal annars af sér myndir eins og The Red Shoes (1948) gerða eftir ævintýri H.C. Andersen og The Life and Death of Colonel Blimp (1943). Powell leikstýrði síðar mynd sem kinofíll sýndi fyrr á misserinu, Peeping Tom (1960).

Engin ummæli: